Fæ hugljómun á hverjum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 09:30 „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó,“ segir Helga. Mynd/Guðfinna Magnúsdóttir Þó ég hafi unnið við annað en myndlist lengst af hef ég alltaf verið að teikna og mála,“ segir Helga Kristjánsdóttir listmálari sem nýlega var valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd staðarins. Hún er að vinna í Art-galleríi á Laugavegi 44 þegar ég trufla hana. „Við erum fjórtán konur sem höfum rekið þetta gallerí frá því í ágúst á síðasta ári í húsnæðinu sem Skarthúsið var í og skiptumst á um að afgreiða þar,“ útskýrir hún. Helga hefur alltaf átt heima í Grindavík fyrir utan tímabil sem hún bjó í Barselóna. „Ég byrjaði á að læra til sjúkraliða og vann við umönnun í nokkur ár, fór þá í hárgreiðslu í Iðnskólanum og vann við hana í 17 ár. Þá var ég búin að fá nóg.“ Hún kveðst hafa stigið sín fyrstu alvöru spor í myndlistinni árið 1995 þegar hún hóf nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Áhuginn var svo mikill að ég hef aldrei getað hætt,“ segir hún glaðlega og kveðst árið 2002 hafa flutt til Barselóna til að fara í skóla. „Ég lærði málaralist í Escola Massana og kynntist Spánverjum í myndlist sem ég held alltaf sambandi við, var í einkakennslu í eitt ár og tók þátt í vinnustofum með Cynthiu Packard í Boston 2008 og Serhiy Savchenko í Úkraínu 2010.“ Ekki lét Helga þar staðar numið því 2015 fór hún til Slóveníu að læra grafík og í framhaldi af því var henni boðið að taka þar þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá tíu þjóðum í júní í fyrra. „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó. Er dugleg að ganga meðfram hafinu og fæ hugljómun á hverjum degi. Veðrið og birtan eru svo síbreytileg.“ Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þó ég hafi unnið við annað en myndlist lengst af hef ég alltaf verið að teikna og mála,“ segir Helga Kristjánsdóttir listmálari sem nýlega var valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd staðarins. Hún er að vinna í Art-galleríi á Laugavegi 44 þegar ég trufla hana. „Við erum fjórtán konur sem höfum rekið þetta gallerí frá því í ágúst á síðasta ári í húsnæðinu sem Skarthúsið var í og skiptumst á um að afgreiða þar,“ útskýrir hún. Helga hefur alltaf átt heima í Grindavík fyrir utan tímabil sem hún bjó í Barselóna. „Ég byrjaði á að læra til sjúkraliða og vann við umönnun í nokkur ár, fór þá í hárgreiðslu í Iðnskólanum og vann við hana í 17 ár. Þá var ég búin að fá nóg.“ Hún kveðst hafa stigið sín fyrstu alvöru spor í myndlistinni árið 1995 þegar hún hóf nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Áhuginn var svo mikill að ég hef aldrei getað hætt,“ segir hún glaðlega og kveðst árið 2002 hafa flutt til Barselóna til að fara í skóla. „Ég lærði málaralist í Escola Massana og kynntist Spánverjum í myndlist sem ég held alltaf sambandi við, var í einkakennslu í eitt ár og tók þátt í vinnustofum með Cynthiu Packard í Boston 2008 og Serhiy Savchenko í Úkraínu 2010.“ Ekki lét Helga þar staðar numið því 2015 fór hún til Slóveníu að læra grafík og í framhaldi af því var henni boðið að taka þar þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá tíu þjóðum í júní í fyrra. „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó. Er dugleg að ganga meðfram hafinu og fæ hugljómun á hverjum degi. Veðrið og birtan eru svo síbreytileg.“
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira