Nýtt lag frá Kristínu Stefáns: „Lagið minnir okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 15:30 Kristín Stefánsdóttir. vísir Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp