Fótbolti

Rúnar Már og félagar töpuðu óvænt í bikarnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Sundsvall þurftu að sætta sig við 0-1 tap gegn 1. deildarliði Sirius í sænska bikarnum í dag.

Rúnar Már byrjaði leikinn á miðri miðjunni og lék allar 90. mínútur leiksins en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Sundsvall. Kom eina mark leiksins á 25. mínútu en leikið var á heimavelli Sundsvall.

Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir í byrjunarliði Norrköping í naumum 1-0 sigri á AFC United.

Emir Kujovic skoraði eina mark leiksins fyrir Norrköping en Norrköping hefur unnið báða leikina hingað til í bikarnum.

Þá kom Hjörtur Logi Valgarðsson inn af bekknum hjá Örebro í 3-1 sigri á GAIS en Hjörtur Logi lék síðustu 21. mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×