Sjóðheitt myndband frá Bergljótu Arnalds: Allt tekið upp ofan í vatni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2016 12:30 Virkilega skemmtilegt myndband og lag. vísir Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira