Leikmenn Leicester fá enga bónusa fyrir að vinna titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2016 12:00 Strákar, við fáum engan aukabónus. vísir/getty Takist Leicester City hið ómögulega og standi uppi sem Englandsmeistari í vor fá leikmenn liðsins enga bónusa aukalega. Leicester er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eitthvað sem ekki nokkur einasti maður bjóst við, ekki einu sinni Leicester-menn. Fyrir hvert tímabil hvert semja félög við leikmenn um árangurstengda bónusa en í samningum leikmanna Leicester er engin klásúla um bónusa fyrir að vinna deildina. Það gerði einfaldlega ekki nokkur maður hjá Leicester ráð fyrir því að liðið yrði í þessari stöðu. Forgangsatriðið hjá Leicester fyrir tímabilið var að forðast fall og voru bónusarnir í samræmi við það markmið. Fyrir að lenda í 17. sæti, næsta sæti fyrir ofan liðin í fallsæti, áttu Leicester-menn að fá 3,5 milljónir sem skiptust svo niður á leikmenn í samræmi við fjölda leikja sem þeir spiluðu eða voru í hóp. Upphæðin hækkaði eftir því sem Leicester endaði ofar en 4,5 milljónir fengust fyrir að enda í 16. eða 15. sæti deildarinnar, 5,5 fyrir 14. og 13. sæti og hámarksupphæðin var 6,5 milljónir punda fyrir 12. sætið og allt fyrir ofan það. Leikmenn Leicester hefðu m.ö.o. fengið jafn háan bónus fyrir að enda í 12. sæti eða því efsta. Ekki er heimilt að breyta bónusgreiðslum meðan á tímabilinu stendur eins og Vincent Tan, tælenskur eigandi Cardiff City, komst að þegar hann lofaði leikmönnum Cardiff 3,7 milljóna punda aukabónus fyrir að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni vorið 2014. Hann þurfti svo að draga loforðið til baka eftir að hafa verið kynntur fyrir þessari reglugerð. Enski boltinn Tengdar fréttir Leicester náði sex stiga forskoti með öruggum sigri á Etihad | Sjáðu mörkin Ævintýri Leicester City heldur áfram en í dag náði liðið sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-3 sigri á Manchester City á útivelli. 6. febrúar 2016 14:30 Defoe: Fyrst Leicester getur þetta, af hverju ekki við? Jermain Defoe segir að ótrúlegt gengi Leicester City á tímabilinu sé hvatning fyrir Sunderland í botnbaráttunni. 8. febrúar 2016 12:00 Stal Arsenal vitlausum njósnara af Leicester City? | Svo segir Lineker Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. 10. febrúar 2016 10:00 Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019. 6. febrúar 2016 19:58 Getur Danny Drinkwater leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni? Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail, segir að Danny Drinkwater, leikmaður Leicester City, geti leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni. 8. febrúar 2016 09:14 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Takist Leicester City hið ómögulega og standi uppi sem Englandsmeistari í vor fá leikmenn liðsins enga bónusa aukalega. Leicester er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eitthvað sem ekki nokkur einasti maður bjóst við, ekki einu sinni Leicester-menn. Fyrir hvert tímabil hvert semja félög við leikmenn um árangurstengda bónusa en í samningum leikmanna Leicester er engin klásúla um bónusa fyrir að vinna deildina. Það gerði einfaldlega ekki nokkur maður hjá Leicester ráð fyrir því að liðið yrði í þessari stöðu. Forgangsatriðið hjá Leicester fyrir tímabilið var að forðast fall og voru bónusarnir í samræmi við það markmið. Fyrir að lenda í 17. sæti, næsta sæti fyrir ofan liðin í fallsæti, áttu Leicester-menn að fá 3,5 milljónir sem skiptust svo niður á leikmenn í samræmi við fjölda leikja sem þeir spiluðu eða voru í hóp. Upphæðin hækkaði eftir því sem Leicester endaði ofar en 4,5 milljónir fengust fyrir að enda í 16. eða 15. sæti deildarinnar, 5,5 fyrir 14. og 13. sæti og hámarksupphæðin var 6,5 milljónir punda fyrir 12. sætið og allt fyrir ofan það. Leikmenn Leicester hefðu m.ö.o. fengið jafn háan bónus fyrir að enda í 12. sæti eða því efsta. Ekki er heimilt að breyta bónusgreiðslum meðan á tímabilinu stendur eins og Vincent Tan, tælenskur eigandi Cardiff City, komst að þegar hann lofaði leikmönnum Cardiff 3,7 milljóna punda aukabónus fyrir að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni vorið 2014. Hann þurfti svo að draga loforðið til baka eftir að hafa verið kynntur fyrir þessari reglugerð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Leicester náði sex stiga forskoti með öruggum sigri á Etihad | Sjáðu mörkin Ævintýri Leicester City heldur áfram en í dag náði liðið sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-3 sigri á Manchester City á útivelli. 6. febrúar 2016 14:30 Defoe: Fyrst Leicester getur þetta, af hverju ekki við? Jermain Defoe segir að ótrúlegt gengi Leicester City á tímabilinu sé hvatning fyrir Sunderland í botnbaráttunni. 8. febrúar 2016 12:00 Stal Arsenal vitlausum njósnara af Leicester City? | Svo segir Lineker Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. 10. febrúar 2016 10:00 Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019. 6. febrúar 2016 19:58 Getur Danny Drinkwater leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni? Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail, segir að Danny Drinkwater, leikmaður Leicester City, geti leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni. 8. febrúar 2016 09:14 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Leicester náði sex stiga forskoti með öruggum sigri á Etihad | Sjáðu mörkin Ævintýri Leicester City heldur áfram en í dag náði liðið sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-3 sigri á Manchester City á útivelli. 6. febrúar 2016 14:30
Defoe: Fyrst Leicester getur þetta, af hverju ekki við? Jermain Defoe segir að ótrúlegt gengi Leicester City á tímabilinu sé hvatning fyrir Sunderland í botnbaráttunni. 8. febrúar 2016 12:00
Stal Arsenal vitlausum njósnara af Leicester City? | Svo segir Lineker Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. 10. febrúar 2016 10:00
Vardy búinn að skrifa undir nýjan samning við Leicester Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2019. 6. febrúar 2016 19:58
Getur Danny Drinkwater leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni? Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail, segir að Danny Drinkwater, leikmaður Leicester City, geti leyst vandamál enska landsliðsins inni á miðjunni. 8. febrúar 2016 09:14