Þessi verk byggja á alþýðumenningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:30 "Þetta er orkuverk. Það smitar frá sér orku þegar fólk kemur nálægt því,“ fullyrðir listamaðurinn Steingrímur um gulu myndina. Minna verkið birtir meðal annars app inn á safn gamalla lækningaminja í Los Angeles þar sem margt er á mörkum hins vísindalega. Vísir/Pjetur Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17.
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira