Framleiðsla kvikmyndarinnar Guardians of the Galaxay 2 er hafin. Marvel Studios tilkynntu í dag að tökur væru hafnar í Atlanta í Bandaríkjunum, en til stendur að frumsýna myndina þann 5. maí á næsta ári.
Með tilkynningunni birti Marvel mynd af þeim Star-Lord, Gamora, Drax, Rocket og Groot. Athygli vekur að Groot er einstaklega smár á myndinni, en í lok fyrri myndarinnar var hann einungis lítil grein.
Í nýju myndinni munu hetjurnar reyna að ráða gátuna um faðir Star-Lord, eða Peter Quill. David Gunn mun leikstýra myndinni eins og þeirri fyrri, sem halaði inn rúmum 770 milljónum dala, eða um 99 milljörðum króna.
