Lífið

Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skórnir þykja mjög flottir.
Skórnir þykja mjög flottir. vísir/getty

Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan.

Skórnir bera nafnið Yeezy Boost 350 – „Pirate Black“ og kosta 34.900 krónur. Seinnipartinn í gær mættu nokkrir í röð fyrir utan Húrra og ætla þeir að tryggja sér par. Skórnir koma í það takmörkuðu upplagi að fólk utan úr heimi hefur haft samband við eigendur Húrra í þeirra von um að tryggja sér par.

Kanye hefur áður gefið út Yeezy skó og er hægt að kaupa slíkt par á Ebay á 1500 dollara í dag. Það jafngildir 200 þúsund íslenskum krónum.

Andri Ólafsson mætti á svæðið í morgun og ræddi við nokkra drengi sem ætla að vera í tæpa tvo sólarhringa í röð eftir skópari. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld en hér að neðan má sjá skemmtilegt innslag sem Andri gerði fyrir Lífið. 

Hér að neðan má sjá innleg frá Húrra Reykjavík um málið

Yeezy Boost 350 - "Pirate Black"19.02.1611:0034.990 ISK.-38 2/3 - 46 2/3 (UK 5.5 - 11.5)Eitt par á mannBannað að mátaEinungis seldir í verslun

Posted by Húrra Reykjavík on 15. febrúar 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.