Tónlistarkonan Karó sendir frá sér nýtt lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2016 09:00 Karó sigraði meðal annars Söngvakeppni framhaldsskólanna í fyrra. mynd/hlynur snær andrason Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar. Sónar Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar.
Sónar Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira