Íhuga tökur á fimmtu Transformers-myndinni hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 09:44 Úr fjórðu Transformers-myndinni, Age of Extinction. Vísir/YouTube Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga. Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction. Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga. Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction. Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38