Enski boltinn

Everton í átta liða úrslit | Sjáðu mörkin og vítavörsluna

Everton menn fagna marki Barkley.
Everton menn fagna marki Barkley. vísir/getty
Everton er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigur á öðru úrvalsdeildarliði, Bournemouth, á Dean Court, heimavelli Bournemouth, í dag, en lokatölur 2-0.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Charlie Daniels lét Joel Robles verja vítaspyrnu frá sér eftir að James McCarthy handlék boltann innan teigs.

Ross Barkley kom Everton yfir á 56. mínútu með skoti í varnarmann og þaðan fór boltinn yfir Adam Federice í marki Bournemouth og inn.

Romelu Lukaku tvöfaldaði svo forystuna fjórtán mínútum fyrir leikslok, en þá skoraði hann eftir að boltinn féll til hans eftir hornspyrnu Bryan Oviedo. Lokatölur 2-0.

Everton því komið áfram í átta liða úrslitin, en nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, Bournemouth, eru úr leik.

Robles ver víti frá Daniels: Barkley kemur Everton yfir: Lukaku gulltryggir sigur Everton:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×