Konur andvígari áfengi í búðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Konur eru andvígari frumvarpinu en karlar. Andstaðan við það að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hefur aukist frá því að Fréttablaðið spurði síðast, í mars 2015. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að nú eru 62 prósent aðspurðra andvíg því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en 38 prósent eru því fylgjandi. Þegar spurt var í mars í fyrra voru 55 prósent andvíg en 45 prósent voru fylgjandi. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla. Rétt rúmlega 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum en tæplega 30 prósent eru því fylgjandi. Aftur á móti er rétt rúmlega helmingur karla því andvígur. Þegar skoðuð eru svör eftir aldri sést að 75 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri eru andvíg því að bjór og léttvín sé selt í matvöruverslunum en 35 prósent fylgjandi. Aftur á móti er einungis 51 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára andvígt því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.Vilhjálmur ÁrnasonVilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám einkasölu ríkisins á áfengi, segir ástæðulaust að ætla að áfengi verði selt í stórum stíl í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin muni áfram verða á veitingastöðum en líka í sérvöruverslunum og á internetinu. „Þessi matvöruverslunarvinkill er aðallega til að tryggja að það verði boðið upp á þessa vöru á landsbyggðinni. Þannig að það verði hægt að nýta samlegðaráhrifin þar með verslun sem berst í bökkum. Mér er alveg sama hvort stórmarkaðirnir selji þetta eða ekki.“Þórarinn TyrfingssonÞórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það ekki koma á óvart að andstaðan sé meiri á meðal eldra fólks. „Sérstaklega er það augljóst að með aldrinum þá áttar maður sig á vandanum sem af áfengi stafar. Þess vegna vilja menn ekkert gera sem eykur hættuna á því að ungmenni fari illa út úr áfengisneyslu eða verði áfengissjúk,“ segir Þórarinn. Hringt var í 1.158 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. janúar. Svarhlutfallið var 69,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að það eigi að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Andstaðan við það að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hefur aukist frá því að Fréttablaðið spurði síðast, í mars 2015. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að nú eru 62 prósent aðspurðra andvíg því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en 38 prósent eru því fylgjandi. Þegar spurt var í mars í fyrra voru 55 prósent andvíg en 45 prósent voru fylgjandi. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla. Rétt rúmlega 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum en tæplega 30 prósent eru því fylgjandi. Aftur á móti er rétt rúmlega helmingur karla því andvígur. Þegar skoðuð eru svör eftir aldri sést að 75 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri eru andvíg því að bjór og léttvín sé selt í matvöruverslunum en 35 prósent fylgjandi. Aftur á móti er einungis 51 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára andvígt því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.Vilhjálmur ÁrnasonVilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám einkasölu ríkisins á áfengi, segir ástæðulaust að ætla að áfengi verði selt í stórum stíl í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin muni áfram verða á veitingastöðum en líka í sérvöruverslunum og á internetinu. „Þessi matvöruverslunarvinkill er aðallega til að tryggja að það verði boðið upp á þessa vöru á landsbyggðinni. Þannig að það verði hægt að nýta samlegðaráhrifin þar með verslun sem berst í bökkum. Mér er alveg sama hvort stórmarkaðirnir selji þetta eða ekki.“Þórarinn TyrfingssonÞórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það ekki koma á óvart að andstaðan sé meiri á meðal eldra fólks. „Sérstaklega er það augljóst að með aldrinum þá áttar maður sig á vandanum sem af áfengi stafar. Þess vegna vilja menn ekkert gera sem eykur hættuna á því að ungmenni fari illa út úr áfengisneyslu eða verði áfengissjúk,“ segir Þórarinn. Hringt var í 1.158 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. janúar. Svarhlutfallið var 69,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að það eigi að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira