Eurovisionlag verður að stuttmynd Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 16:30 Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag. vísir „Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum. Eurovision Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira