Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 12:00 Rafael dos Anjos, Dana White og Conor McGregor á blaðamannafundi. vísir/getty Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016 MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016
MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30
Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30