Sögufrægur gítar eyðilagður við tökur Hateful Eight Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2016 15:59 Gítarinn er frá áttunda áratug nítjándu aldar. Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda. Bíó og sjónvarp Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sögufrægur gítar var óvart eyðilagður við tökurnar á nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight. Gítarinn var smíðaður á áttunda áratug nítjándu aldar og var í láni frá Martin Guitar Museum, en það átti að eyðileggja endurgerð af gítarnum.Hugsanlegir Spoilerar hér að neðan Gítarinn er eyðilagður þegar Daisy Domergue, sem leikin er af Jennifer Jason Leigh, er að spila lag og John Ruth, Kurt Russel, kemur og hlustar á. Undir lok lagsins bregst Ruth reiður við og lemur gítarnum í vegg. Þegar framleiðendur myndarinnar fengu gítarinn að láni voru gerðar sex eftirmyndir af honum. Þegar Daisy var búin að spila lagið átti að skipta gítarnum út fyrir eftirlíkingu, en það gleymdist að segja Kurt Russel það. Hann reif gítarinnar af Leigh og barði honum í vegg, eins og hann átti að gera. Leigh var mjög brugðið við þetta atvik og enduðu raunveruleg viðbrögð hennar í myndinni sjálfri. Gítarinn er brotinn í lok myndbandsins.Forsvarsmenn Martin Guitar safnsins eru reiðir yfir atvikinu. Þeim var upprunalega tilkynnt að gítarinn hefði eyðilagst í slysi. Í samtali við Independent segir yfirmaður safnsins að þau hafi talið að vinnupallur hefði dottið á gítarinn eða eitthvað slíkt. Það kom þó fram í viðtali við hljóðmann myndarinnar, Mark Ulano á dögunum, hvað raunverulega gerðist. Þar að auki var gítarinn einungis tryggður fyrir upprunalegt söluverðmæti, en ekki verðmætis síns sem safngripur. Safnið ætlar aldrei aftur að lána gítara til kvikmyndaframleiðenda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira