Breyta í spaða Sólveig Gísladóttir skrifar 22. janúar 2016 14:30 Frá vinstri: Margrét Arnardóttir, Brynhildur Oddsdóttir, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. MYND/ERNIR Spaðadrottningarnar, kallar Bubbi Morthens þær fjórar flottu tónlistarkonur sem hann fékk til liðs við sig við gerð nýjustu plötu sinnar 18 konur. Þetta eru þær Ingibjörg Elsa Turchi bassaleikari, Brynhildur Oddsdóttir gítarleikari, Sórún Mjöll Kjartansdóttir trommari og Margrét Arnardóttir harmónikuleikari. Lífsstíll ræddi við þær um gerð plötunnar og samstarfið við Bubba. Við hittumst yfir kaffibolla á Bryggjunni Brugghúsi og horfum yfir höfnina og sjóinn sem svo oft hefur orðið Bubba að yrkisefni. Á nýjustu plötu Bubba var þó ekki þorskurinn í aðalhlutverki heldur konur. „Hann hafði mjög skýra sýn á hvað hann vildi gera,“ segir Ingibjörg en lögin fjalla flest um konur og allir hljóðfæraleikarar sem komu að gerð plötunnar voru konur. „Já, þetta var frábær hugmynd,“ bætir Sólrún við og Margrét kinkar kolli. „Það er gott að vekja athygli á kvenkyns hljóðfæraleikurum því þó að margar konur spili á hljóðfæri eru þær ekki mjög sýnilegar. Það að þetta verkefni Bubba hafi vakið svona mikla athygli endurspeglar kannski líka stöðu kvenna í bransanum,“ segir hún. „Við erum allavega enn á þeim stað þar sem virðist þurfa svona átak til að koma konum á framfæri en vonandi breytist það þannig að þetta verði bara normið,“ segir Ingibjörg og bætir við að hún voni að eftir nokkur ár muni það ekki þykja markvert og tilefni til blaðaviðtals þótt allir hljóðfæraleikarar í hljómsveit séu kvenkyns.Unnu plötuna saman Hvernig gekk samstarfið? „Bubbi er náttúrulega alger reynslubolti í bransanum og gaman að fá að vinna með manni sem hefur sett mark sitt á tónlistarsöguna,“ segir Brynhildur sem er sammála stöllum sínum um að samstarfið hafi gengið afar vel. „Það var svo næs hvað Bubbi treysti okkur vel. Hann leyfði okkur að gera það sem við vildum,“ segir Ingibjörg og Sólrún bætir við: „Hann var líka opinn fyrir öllum hugmyndum og við fengum að koma með okkar eigið innpútt. Í raun unnum við þetta allt saman. Bubbi kom með textana og hljómana og svo lögðum við út frá því. Svo breyttust lögin heilmikið í ferlinu og þau voru í mótun alveg frá fyrstu æfingu til þeirrar síðustu.“Sáttar við nafnið Nafnið Spaðadrottningarnar, hvaðan kemur það? Þær skella upp úr. „Bubbi kom bara með þetta,“ upplýsir Brynhildur og Ingibjörg útskýrir: Hann kallaði okkur alltaf Hjartadrottningarnar sínar. Síðan hitti hann á einhverjum tímapunkti konu úti í búð sem sagði við hann að við værum Spaðadrottningarnar og þar með var þetta ákveðið.“ „Við héldum reyndar að hann væri bara að kalla okkur þetta í góðlátlegu gríni en síðan sáum við koverið: Bubbi og Spaðadrottningarnar,“ segir hún brosandi og Brynhildur skýtur hlæjandi inn í: „En það var bara gaman að því.“ Þær segjast alveg vera búnar að taka nafnið í sátt en taka þó fram að líklega yrði það ekki fyrir valinu ef þær fjórar myndu stofna hljómsveit í dag. „Reyndar hafa margir misskilið þetta og haldið að við værum fullmótuð hljómsveit sem Bubbi fékk til liðs við sig en það er alls ekki þannig. Við þekktumst ekki allar fyrir þetta verkefni,“ segir Brynhildur.Æskudraumur rættist Margrét harmóníkuleikari kom síðar inn í ferlið en hinar. „Bubbi vildi fá harmóníkuleik í einu laginu og ég sagði full sjálfstrausts að ég gæti gert það,“ segir Ingibjörg en þegar hún sat heima hjá sér að æfa varð henni litið á Margréti, en þær bjuggu saman á þessum tíma. „Þá fattaði ég hið augljósa, enda er Margrét atvinnuharmóníkuleikari,“ segir hún og hlær. „Bubbi sagði við mig setningu sem mér finnst svo frábær: „Gerðu það sem þitt listræna innsæi segir þér að gera.“ Þetta gekk svona ljómandi vel og á endanum var harmóníkunni bætt við í öll lögin og ég var komin í bandið,“ segir Margrét glaðlega. Hún upplýsir einnig að hún hafi alist upp við lögin hans Bubba. „Það var alltaf fjarlægur draumur hjá mér að fá að spila með honum.“Tilfinningarík stund Nokkrir tónleikar eru þeim ofarlega í huga eftir útgáfu 18 kvenna. „Það var ótrúleg upplifun að spila með Bubba á Þorláksmessu en við vorum óvænt númer. Við stóðum fyrir aftan tjald og um miðbik tónleikanna féll tjaldið og við byrjuðum að spila fyrir fullum Eldborgarsal. Það var æði,“ segir Ingibjörg og hinar samsinna. „Það var svo frábært að fá að spila gömlu góðu lögin hans Bubba með honum, Rómeó og Júlíu og öll hin. Þetta er alveg greypt í minningabankann,“ segir Margrét. Ein minnisstæðasta stundin var þó þegar þær spiluðu með Bubba á Litla-Hrauni á aðfangadag. „Við eiginlega heimtuðum að fá að koma með,“ segir Brynhildur og þær sjá ekki eftir því. „Þetta var mjög sérstök upplifun og tilfinningarík. Maður keyrði hálf klökkur út af Hrauninu á aðfangadag,“ segir Margrét.Útgáfutónleikar og útrás Ýmislegt er fram undan hjá Bubba og Spaðadrottningunum. Hinn 29. janúar spilar bandið á Hlustendaverðlaunum en 18 konur er tilnefnd sem plata ársins. „Þá verða nokkurs konar útgáfutónleikar í Hlégarði 30. janúar en þá spilum við í fyrsta sinn öll lögin af plötunni,“ segir Sólrún. Síðan er fyrirhuguð pínulítil útrás. „Við spilum í Norðurlandahúsinu í Færeyjum þann 12. febrúar í tilefni af Íslenskum dögum sem þar verða haldnir,“ segir Brynhildur og greinilegt er að þær hlakka til að takast á við þessi spennandi verkefni. En hvað með framhaldið, ætlið þið að spila eitthvað meira saman? „Við munum örugglega spila eitthvað saman enda hefur myndast fín vinátta á milli okkar. Vonandi spilum við eitthvað með Bubba líka. Erum við ekki nýja Bandið hans Bubba?“ segir Ingibjörg glettin. Margrét Arnardóttir Spilar á harmóníku og lærir í dag djass og klassík við FÍH. Hún stofnaði Húsband Stúdentakjallarans, er meðlimur í Sunnyside Road og balkanbandinu RaKi, og kemur auk þess fram með Prins Póló. Síðasta sumar gaf hún út diskinn Fjólur þar sem Hafþór Ólafsson syngur lög Guðmundar Guðmundssonar. Margrét og Brynhildur Guðjónsdóttir héldu tónleikana „Brynhildur syngur Piaf“ um síðustu jól. Jafnframt sá hún um lifandi tónlist í leikritinu Carroll: Berserkur. Margrét er kennari í Stelpur rokka!Brynhildur Oddsdóttir Hefur komið víða við. Hún hefur lært fiðluleik og söng, var orðin útlærð tamningakona þegar hún fór að læra á rafmagnsgítar í FÍH. Árið 2010 stofnaði hún hljómsveitina Beebee and the Bluebirds, þar sem hún syngur og spilar á rafmagnsgítar. Sveitin hefur spilað mikið bæði hér heima og erlendis. Fyrsta plata Beebee and the Bluebirds kom út í október 2014 og í febrúar næstkomandi kemur út smáskífa af nýrri plötu hljómsveitarinnar sem væntanleg er næsta haust. Sólrún Mjöll Kjartansdóttir Lærir á trommur á Jazzbraut í FÍH. Árið 2012 vann hún titilinn besti trommari Músíktilrauna sem gerði hana að fyrsta kvenkyns trymblinum í 30 ára sögu keppninnar til þess að vinna titilinn. Sólrún hefur spilað með ýmsum hljómsveitum bæði innan lands og utan en spilar núna með hljómsveitinni Ceasetone. Í mars spilar Ceasetone í fyrsta skipti í Bandaríkjunum á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Texas auk annarra tónleika.Ingibjörg Elsa Turchi Spilar á píanó, harmóníku, gítar og bassa en hún stundar nú rafbassanám í FÍH. Ingibjörg er meðlimur í nokkrum hljómsveitum á borð við Teit Magnússon, Babies flokkinn, Soffía Björg Band, Boogie Trouble og Ylju. Síðasta sumar var hún hljómsveitarstjóri Höfundur óþekktur. Hún er einnig einn stofnenda og umsjónarkvenna verkefnisins Stelpur rokka! á Íslandi en þar sinnir hún kennslu og skipulagningu.Nýja bandið hans Bubba. Tónlist Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Spaðadrottningarnar, kallar Bubbi Morthens þær fjórar flottu tónlistarkonur sem hann fékk til liðs við sig við gerð nýjustu plötu sinnar 18 konur. Þetta eru þær Ingibjörg Elsa Turchi bassaleikari, Brynhildur Oddsdóttir gítarleikari, Sórún Mjöll Kjartansdóttir trommari og Margrét Arnardóttir harmónikuleikari. Lífsstíll ræddi við þær um gerð plötunnar og samstarfið við Bubba. Við hittumst yfir kaffibolla á Bryggjunni Brugghúsi og horfum yfir höfnina og sjóinn sem svo oft hefur orðið Bubba að yrkisefni. Á nýjustu plötu Bubba var þó ekki þorskurinn í aðalhlutverki heldur konur. „Hann hafði mjög skýra sýn á hvað hann vildi gera,“ segir Ingibjörg en lögin fjalla flest um konur og allir hljóðfæraleikarar sem komu að gerð plötunnar voru konur. „Já, þetta var frábær hugmynd,“ bætir Sólrún við og Margrét kinkar kolli. „Það er gott að vekja athygli á kvenkyns hljóðfæraleikurum því þó að margar konur spili á hljóðfæri eru þær ekki mjög sýnilegar. Það að þetta verkefni Bubba hafi vakið svona mikla athygli endurspeglar kannski líka stöðu kvenna í bransanum,“ segir hún. „Við erum allavega enn á þeim stað þar sem virðist þurfa svona átak til að koma konum á framfæri en vonandi breytist það þannig að þetta verði bara normið,“ segir Ingibjörg og bætir við að hún voni að eftir nokkur ár muni það ekki þykja markvert og tilefni til blaðaviðtals þótt allir hljóðfæraleikarar í hljómsveit séu kvenkyns.Unnu plötuna saman Hvernig gekk samstarfið? „Bubbi er náttúrulega alger reynslubolti í bransanum og gaman að fá að vinna með manni sem hefur sett mark sitt á tónlistarsöguna,“ segir Brynhildur sem er sammála stöllum sínum um að samstarfið hafi gengið afar vel. „Það var svo næs hvað Bubbi treysti okkur vel. Hann leyfði okkur að gera það sem við vildum,“ segir Ingibjörg og Sólrún bætir við: „Hann var líka opinn fyrir öllum hugmyndum og við fengum að koma með okkar eigið innpútt. Í raun unnum við þetta allt saman. Bubbi kom með textana og hljómana og svo lögðum við út frá því. Svo breyttust lögin heilmikið í ferlinu og þau voru í mótun alveg frá fyrstu æfingu til þeirrar síðustu.“Sáttar við nafnið Nafnið Spaðadrottningarnar, hvaðan kemur það? Þær skella upp úr. „Bubbi kom bara með þetta,“ upplýsir Brynhildur og Ingibjörg útskýrir: Hann kallaði okkur alltaf Hjartadrottningarnar sínar. Síðan hitti hann á einhverjum tímapunkti konu úti í búð sem sagði við hann að við værum Spaðadrottningarnar og þar með var þetta ákveðið.“ „Við héldum reyndar að hann væri bara að kalla okkur þetta í góðlátlegu gríni en síðan sáum við koverið: Bubbi og Spaðadrottningarnar,“ segir hún brosandi og Brynhildur skýtur hlæjandi inn í: „En það var bara gaman að því.“ Þær segjast alveg vera búnar að taka nafnið í sátt en taka þó fram að líklega yrði það ekki fyrir valinu ef þær fjórar myndu stofna hljómsveit í dag. „Reyndar hafa margir misskilið þetta og haldið að við værum fullmótuð hljómsveit sem Bubbi fékk til liðs við sig en það er alls ekki þannig. Við þekktumst ekki allar fyrir þetta verkefni,“ segir Brynhildur.Æskudraumur rættist Margrét harmóníkuleikari kom síðar inn í ferlið en hinar. „Bubbi vildi fá harmóníkuleik í einu laginu og ég sagði full sjálfstrausts að ég gæti gert það,“ segir Ingibjörg en þegar hún sat heima hjá sér að æfa varð henni litið á Margréti, en þær bjuggu saman á þessum tíma. „Þá fattaði ég hið augljósa, enda er Margrét atvinnuharmóníkuleikari,“ segir hún og hlær. „Bubbi sagði við mig setningu sem mér finnst svo frábær: „Gerðu það sem þitt listræna innsæi segir þér að gera.“ Þetta gekk svona ljómandi vel og á endanum var harmóníkunni bætt við í öll lögin og ég var komin í bandið,“ segir Margrét glaðlega. Hún upplýsir einnig að hún hafi alist upp við lögin hans Bubba. „Það var alltaf fjarlægur draumur hjá mér að fá að spila með honum.“Tilfinningarík stund Nokkrir tónleikar eru þeim ofarlega í huga eftir útgáfu 18 kvenna. „Það var ótrúleg upplifun að spila með Bubba á Þorláksmessu en við vorum óvænt númer. Við stóðum fyrir aftan tjald og um miðbik tónleikanna féll tjaldið og við byrjuðum að spila fyrir fullum Eldborgarsal. Það var æði,“ segir Ingibjörg og hinar samsinna. „Það var svo frábært að fá að spila gömlu góðu lögin hans Bubba með honum, Rómeó og Júlíu og öll hin. Þetta er alveg greypt í minningabankann,“ segir Margrét. Ein minnisstæðasta stundin var þó þegar þær spiluðu með Bubba á Litla-Hrauni á aðfangadag. „Við eiginlega heimtuðum að fá að koma með,“ segir Brynhildur og þær sjá ekki eftir því. „Þetta var mjög sérstök upplifun og tilfinningarík. Maður keyrði hálf klökkur út af Hrauninu á aðfangadag,“ segir Margrét.Útgáfutónleikar og útrás Ýmislegt er fram undan hjá Bubba og Spaðadrottningunum. Hinn 29. janúar spilar bandið á Hlustendaverðlaunum en 18 konur er tilnefnd sem plata ársins. „Þá verða nokkurs konar útgáfutónleikar í Hlégarði 30. janúar en þá spilum við í fyrsta sinn öll lögin af plötunni,“ segir Sólrún. Síðan er fyrirhuguð pínulítil útrás. „Við spilum í Norðurlandahúsinu í Færeyjum þann 12. febrúar í tilefni af Íslenskum dögum sem þar verða haldnir,“ segir Brynhildur og greinilegt er að þær hlakka til að takast á við þessi spennandi verkefni. En hvað með framhaldið, ætlið þið að spila eitthvað meira saman? „Við munum örugglega spila eitthvað saman enda hefur myndast fín vinátta á milli okkar. Vonandi spilum við eitthvað með Bubba líka. Erum við ekki nýja Bandið hans Bubba?“ segir Ingibjörg glettin. Margrét Arnardóttir Spilar á harmóníku og lærir í dag djass og klassík við FÍH. Hún stofnaði Húsband Stúdentakjallarans, er meðlimur í Sunnyside Road og balkanbandinu RaKi, og kemur auk þess fram með Prins Póló. Síðasta sumar gaf hún út diskinn Fjólur þar sem Hafþór Ólafsson syngur lög Guðmundar Guðmundssonar. Margrét og Brynhildur Guðjónsdóttir héldu tónleikana „Brynhildur syngur Piaf“ um síðustu jól. Jafnframt sá hún um lifandi tónlist í leikritinu Carroll: Berserkur. Margrét er kennari í Stelpur rokka!Brynhildur Oddsdóttir Hefur komið víða við. Hún hefur lært fiðluleik og söng, var orðin útlærð tamningakona þegar hún fór að læra á rafmagnsgítar í FÍH. Árið 2010 stofnaði hún hljómsveitina Beebee and the Bluebirds, þar sem hún syngur og spilar á rafmagnsgítar. Sveitin hefur spilað mikið bæði hér heima og erlendis. Fyrsta plata Beebee and the Bluebirds kom út í október 2014 og í febrúar næstkomandi kemur út smáskífa af nýrri plötu hljómsveitarinnar sem væntanleg er næsta haust. Sólrún Mjöll Kjartansdóttir Lærir á trommur á Jazzbraut í FÍH. Árið 2012 vann hún titilinn besti trommari Músíktilrauna sem gerði hana að fyrsta kvenkyns trymblinum í 30 ára sögu keppninnar til þess að vinna titilinn. Sólrún hefur spilað með ýmsum hljómsveitum bæði innan lands og utan en spilar núna með hljómsveitinni Ceasetone. Í mars spilar Ceasetone í fyrsta skipti í Bandaríkjunum á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Texas auk annarra tónleika.Ingibjörg Elsa Turchi Spilar á píanó, harmóníku, gítar og bassa en hún stundar nú rafbassanám í FÍH. Ingibjörg er meðlimur í nokkrum hljómsveitum á borð við Teit Magnússon, Babies flokkinn, Soffía Björg Band, Boogie Trouble og Ylju. Síðasta sumar var hún hljómsveitarstjóri Höfundur óþekktur. Hún er einnig einn stofnenda og umsjónarkvenna verkefnisins Stelpur rokka! á Íslandi en þar sinnir hún kennslu og skipulagningu.Nýja bandið hans Bubba.
Tónlist Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira