Lífið

Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Emma Watson og Alan Rickman.
Emma Watson og Alan Rickman. vísir/getty/getty
Alan Rickman, einn af dáðustu leikurum Bretlands, lést í dag, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Samferða- og samstarfsfólk hans í gegnum lífið hafa margir hverjir minnst hans á samfélagsmiðlum en þeirra á meðal er Emma Watson. Kveðja Emmu virðist hins vegar hafa farið illa í fjölda netverja.



Watson og Rickman léku saman í kvikmyndunum um Harry Potter. Sú fyrrnefnda lék Hermoine Granger en sá síðarnefndi prófessorinn Severus Snape. Nýjustu tíst Watson tengjast flest Rickman en eitt þeirra hefur ekki fallið í kramið. 

Þar rifjar Watson upp orð sem Rickman sjálfur lét falla þess efnis að það sé ekkert rangt við það ef karlmaður er femínisti. Þvert á móti þýði það að það komi öllum kynjum til góða. Margir notendur samskiptavefsins hafa látið leikkonuna heyra það og vilja meina að hún sé að notfæra sér lát Rickman til að reyna að koma málstað sínum á framfæri. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leiðindum rignir yfir Watson vegna jafnréttisbaráttu hennar. Eftir að hún fór fyrir #HeForShe átaki Sameinuðu þjóðanna varð hún fyrir barðinu á nettröllum. Þá tóku þau meðal annars upp á því að birta myndir af ljósmyndum af leikkonunni sem höfðu verið ataðar í sæði.


Tengdar fréttir

Alan Rickman látinn

Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×