Þunglyndi og húmor í bland Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 10:45 „Þetta er stemningsfull músík,“ segir Kristinn um hið nýja tónverk eftir Hauk Tómasson Vísir/GVA Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist