Þunglyndi og húmor í bland Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 10:45 „Þetta er stemningsfull músík,“ segir Kristinn um hið nýja tónverk eftir Hauk Tómasson Vísir/GVA Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira