Þunglyndi og húmor í bland Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 10:45 „Þetta er stemningsfull músík,“ segir Kristinn um hið nýja tónverk eftir Hauk Tómasson Vísir/GVA Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að. Menning Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að.
Menning Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira