Vinnur með litaðan vefnað í snjóhvítu landslagi Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:00 Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira