Hundaræktendur gefa ekki upp til skatts Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 07:30 Hundaræktarfélags Íslands skiptir sér ekki af því hvort félagsmenn gefi tekjur af ræktun upp til skatts. vísir/epa „Almenna reglan er sú að þetta eru skattskyldar tekjur. Við leggjum auðvitað áherslu á að vera í aðgerðum gegn svartri starfsemi af margháttuðum toga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um að tekjur hundaræktenda séu skattskyldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur hundaræktenda á nýliðnu ári hafi ekki verið gefnar upp til skatts í nokkrum tilfellum. Í umræddum gotum komu þrír til sex hvolpar af kynjunum frönskum bolabítum og pug og var hver hvolpur seldur á 250 þúsund til 350 þúsund krónur. Mörg hundruð þúsunda fengust því fyrir hvert got. Tvö af umræddum gotum voru ekki þau fyrstu sem ræktandinn hafði tekjur af.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli vildi ekki tjá sig um það hvort slík mál væru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra. „Við getum bara ekki greint frá því hvar við erum í aðgerðum eða sagt af eða á um tilteknar atvinnugreinar.“ Fríður Esther Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir félagið ekki skipta sér af því hvort félagsmenn gefi upp tekjur af ræktun sinni til skatts. Hún ætlar þó að flestir félagsmenn gefi tekjur upp til skatts en þó séu undantekningar frá því. „Svo eru alltaf undantekningar en fólk verður að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að vera ræktandi. Eitt got gæti kostað 150.000 til 200.000 krónur með bólusetningu, örmerkingu, tryggingu og fóðurkostnaði. Þá er algengt að tegundir eins og franskir bolabítar þurfi að fara í keisaraskurð sem kostar um hundrað þúsund krónur.“ Fríður Esther segir að flestir félagsmenn stundi hundaræktun ekki sem atvinnustarfsemi heldur komi eitt got á ári eða á nokkurra ára fresti og að þá sé ekki um að ræða fjárhæðir sem eru skattskyldar. „Mín tilfinning er sú að flestir af okkar stærri ræktendum séu með allt uppi á borði.“ Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Sjá meira
„Almenna reglan er sú að þetta eru skattskyldar tekjur. Við leggjum auðvitað áherslu á að vera í aðgerðum gegn svartri starfsemi af margháttuðum toga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um að tekjur hundaræktenda séu skattskyldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur hundaræktenda á nýliðnu ári hafi ekki verið gefnar upp til skatts í nokkrum tilfellum. Í umræddum gotum komu þrír til sex hvolpar af kynjunum frönskum bolabítum og pug og var hver hvolpur seldur á 250 þúsund til 350 þúsund krónur. Mörg hundruð þúsunda fengust því fyrir hvert got. Tvö af umræddum gotum voru ekki þau fyrstu sem ræktandinn hafði tekjur af.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli vildi ekki tjá sig um það hvort slík mál væru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra. „Við getum bara ekki greint frá því hvar við erum í aðgerðum eða sagt af eða á um tilteknar atvinnugreinar.“ Fríður Esther Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir félagið ekki skipta sér af því hvort félagsmenn gefi upp tekjur af ræktun sinni til skatts. Hún ætlar þó að flestir félagsmenn gefi tekjur upp til skatts en þó séu undantekningar frá því. „Svo eru alltaf undantekningar en fólk verður að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að vera ræktandi. Eitt got gæti kostað 150.000 til 200.000 krónur með bólusetningu, örmerkingu, tryggingu og fóðurkostnaði. Þá er algengt að tegundir eins og franskir bolabítar þurfi að fara í keisaraskurð sem kostar um hundrað þúsund krónur.“ Fríður Esther segir að flestir félagsmenn stundi hundaræktun ekki sem atvinnustarfsemi heldur komi eitt got á ári eða á nokkurra ára fresti og að þá sé ekki um að ræða fjárhæðir sem eru skattskyldar. „Mín tilfinning er sú að flestir af okkar stærri ræktendum séu með allt uppi á borði.“
Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Sjá meira