Fuglsblundur tekinn milli fjögur og sex Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 11:15 Mireya og Noor Ibrahim frá Indónesíu í Áhaldahúsinu. Vísir/Anton Brink „Hér er unnið nánast allan sólarhringinn. Kannski tekinn smá fuglsblundur milli fjögur og sex á morgnana,“ segir Mireya Samper myndlistarkona glaðlega, stödd í Garðinum suður með sjó þar sem hún stýrir listahátíðinni Ferskir vindar.Hin sænska Amanda Billberg dansari við æfingar.Hátíðin byrjaði 15. desember með opnum vinnustofum. Fimmtíu listamenn af tuttugu þjóðernum voru mættir til leiks og síðan hafa verið kynningarkvöld og pallborðsumræður oft í viku, opin almenningi.Þjóðverjinn Karl Menzen einbeittur við járnsmíðina.Svo byrja sýningar á laugardaginn, 9. janúar. „Þetta er alveg fimm vikna prógramm, lifandi starf,“ segir Mireya sem hefur haldið svona listahátíðir í Garðinum þrisvar áður.Yoshiko Maruyama frá Japan vinnur innsetningu í Garðskagavita.„Við vorum mjög heppin núna. Fengum öll inni í elliheimilinu sem hefur verið lokað í tvö ár en fólk er að vinna í Áhaldahúsinu, samkomuhúsinu, Garðskagavita og úti um allt. Svo erum við með stóran sýningarsal við hliðina á bæjarskrifstofunum.“Frakkinn Laurent Reynès lætur ekki kuldann aftra sér frá því að höggva í stein í skúlptúrgarðinum.Sveitarfélagið Garðurinn leggur til íveruhúsnæði fyrir listafólkið ásamt vinnu- og sýningaraðstöðu.Manuela Zervudachi frá Bretlandi vinnur í tré með sporjárn og hamar að vopni.Listamennirnir borga ferðirnar til og frá landinu en annað fá þeir frítt, svo sem mat og efni og Mireya sér um að finna styrktaraðila fyrir því.Það útkrefur þolinmæði að letra línur í stein en Kohnosuke Iwasaki frá Japan skortir hana ekki.„Það eru tvisvar til þrisvar fleiri sem vilja koma hingað, þó hef ég aldrei auglýst,“ segir hún. „En ég er sjálf mikið að sýna úti um allan heim, er alltaf á veiðum og vel fólk til að koma hingað.“ Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Hér er unnið nánast allan sólarhringinn. Kannski tekinn smá fuglsblundur milli fjögur og sex á morgnana,“ segir Mireya Samper myndlistarkona glaðlega, stödd í Garðinum suður með sjó þar sem hún stýrir listahátíðinni Ferskir vindar.Hin sænska Amanda Billberg dansari við æfingar.Hátíðin byrjaði 15. desember með opnum vinnustofum. Fimmtíu listamenn af tuttugu þjóðernum voru mættir til leiks og síðan hafa verið kynningarkvöld og pallborðsumræður oft í viku, opin almenningi.Þjóðverjinn Karl Menzen einbeittur við járnsmíðina.Svo byrja sýningar á laugardaginn, 9. janúar. „Þetta er alveg fimm vikna prógramm, lifandi starf,“ segir Mireya sem hefur haldið svona listahátíðir í Garðinum þrisvar áður.Yoshiko Maruyama frá Japan vinnur innsetningu í Garðskagavita.„Við vorum mjög heppin núna. Fengum öll inni í elliheimilinu sem hefur verið lokað í tvö ár en fólk er að vinna í Áhaldahúsinu, samkomuhúsinu, Garðskagavita og úti um allt. Svo erum við með stóran sýningarsal við hliðina á bæjarskrifstofunum.“Frakkinn Laurent Reynès lætur ekki kuldann aftra sér frá því að höggva í stein í skúlptúrgarðinum.Sveitarfélagið Garðurinn leggur til íveruhúsnæði fyrir listafólkið ásamt vinnu- og sýningaraðstöðu.Manuela Zervudachi frá Bretlandi vinnur í tré með sporjárn og hamar að vopni.Listamennirnir borga ferðirnar til og frá landinu en annað fá þeir frítt, svo sem mat og efni og Mireya sér um að finna styrktaraðila fyrir því.Það útkrefur þolinmæði að letra línur í stein en Kohnosuke Iwasaki frá Japan skortir hana ekki.„Það eru tvisvar til þrisvar fleiri sem vilja koma hingað, þó hef ég aldrei auglýst,“ segir hún. „En ég er sjálf mikið að sýna úti um allan heim, er alltaf á veiðum og vel fólk til að koma hingað.“
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira