Valgerður vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga | Átta í röð hjá Kolbeini 20. nóvember 2016 13:45 Kolbeinn og Valgerður. Mynd/Aðsend Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu. Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu.
Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45