Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2016 07:00 Þessi 58 sentimetra regnbogasilungur veiddist í Lóni fyrr í sumar. Eigendum veiðiréttar þykir óttækt að eldisfiskur sé alinn í opnum kerum. „Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
„Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00
Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35
Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09