Innlent

Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði

Svavar Hávarðsson skrifar
Slysaslepping hefur verið staðfest í Berufirði hjá Fiskeldi Austurlands - ekki í Önundarfirði.
Slysaslepping hefur verið staðfest í Berufirði hjá Fiskeldi Austurlands - ekki í Önundarfirði. Vísir/GVA
Fiskistofa hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta um að staðfest hafi verið að regnbogasilungur hafi sloppið úr sjókví fyrirtækisins ÍS 47 í Önundarfirði. Svo er ekki og það vill Fiskistofa árétta eins og kemur fram í eftirfarandi texta:

„Í tilefni frétta um það að staðfest sé að regnbogasilungur hafi sloppið úr sjókví fyrirtækisins ÍS-47 í Önundafirði vill Fiskistofa koma eftirfarandi á framfæri. Í samskiptum Fiskistofu við Matvælastofnun í gær kom fram að fiskur hefði sloppið úr kví fyrirtækisins.

Sjá einnig: Tvær slysasleppingar úr eldi samtímis.

Taldi Fiskistofa að það væri staðfest, en svo er ekki. Í samskiptum Fiskistofu við aðila hjá ÍS-47 kom fram að ekkert hafi komið fram í starfsemi fyrirtækisins sem gefi tilefni til að ætla að fiskur hafi sloppið.

Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. Fiskistofu þykir miður að rangar upplýsingar hafi farið í fréttir.“


Tengdar fréttir

Tvær slysasleppingar úr eldi samtímis

Fiskistofa staðfesti slysasleppingar á regnbogasilungi frá fyrirtækjum á Austurlandi og Vestfjörðum á sama tíma. Umfang sleppinganna liggur ekki fyrir. Bæði tilvikin kærð voru til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×