Innlent

Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá

Svavar Hávarðsson skrifar
Það er óspillt náttúra og hreinleiki veiðivatnanna sem er helsta aðdráttaraflið fyrir veiðimenn – því ógnar eldisfiskur sem í þær gengur.
Það er óspillt náttúra og hreinleiki veiðivatnanna sem er helsta aðdráttaraflið fyrir veiðimenn – því ógnar eldisfiskur sem í þær gengur. mynd/orri
Regnbogasilungur hefur veiðst á skömmum tíma í sex veiðiám á Norðurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að um íslenskan eldisfisk er að ræða. Gagnrýnendur sjókvíaeldis á laxi og silungi af erlendum uppruna við Ísland lýsa þungum áhyggjum af þróuninni.

Fyrir skemmstu veiddist regnbogasilungur í Eyjafjarðará, en hún er ein þekktasta bleikjuveiðiá landsins. Fyrir skömmu veiddist einnig regnbogasilungur í Fljótaá, og heimildir Fréttablaðsins greina einnig frá regnboga veiddum í Lambagilsá við Dýrafjörð síðasta haust og í Fnjóská í fyrrasumar. Við þetta bætast fréttir að hið sama eigi við um Laxá í Aðaldal og Litluá í Kelduhverfi í opnun ánna í fyrra.

Regnbogasilungur telst ekki til íslenskra fisktegunda og ekki er vitað til þess að hann hafi náð að fjölga sér í íslenskri náttúru. Engu að síður verða fiskar sem sleppa úr eldi og koma fram í náttúrunni að teljast til framandi tegundar, er mat Veiðimálastofnunar sem bætir við að almennt sé takmörkuð þekking á mögulegum áhrifum regnbogsilungs á vistkerfi hér á landi. Í Noregi hafa menn haft áhyggjur af því hvort tegundin geti orðið ágeng framandi tegund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×