Hefur sinnt fimm kynslóðum í sumum fjölskyldum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 13:15 Katrín var að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein í læknisfræðinni en komst að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki. „Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
„Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira