Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Jóhann Óli eiðsson skrifar 20. júní 2016 13:45 Maðurinn hafði verið á heimleið eftir fraktverkefni. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi Icelandair til þess að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Skaðabæturnar stöfuðu af ólögmætri uppsögn frá árinu 2010. Í Hæstarétti, í febrúar 2013, var skaðabótaskylda Icelandair viðurkennd. Flugstjórinn var þá á heimleið ,sem almennur farþegi, eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum félagsins. Þar hafði honum verið gert að sök að hafa verið ölvaður, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyjum á heimleið frá Kastrup. Vegna þessa var flugstjóranum gert að fara inn á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Þar kom í ljós að hann svo var eigi en hann væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann finndi fyrir meiri ölvunaráhrifum. Sannað þótti að hann hefði neytt tveggja bjóra fyrir flug og rauðvínsflösku auk nokkurra líkjöra á meðan flugi stóð. Ekki þótti hann því hafa neytt áfengis í óhófi. Í annan stað bar Icelandair því við að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. Sú bar því við að maðurinn hefði reynt að koma kossi á hana í hvert sinn sem hún bar honum drykk og tekið í kjól hennar.Óviðeigandi hegðun en ekki kynferðisleg áreitni Í niðurstöðu héraðsdómara árið 2013, sem staðfest var af Hæstarétti, var talið að um óviðeigandi hegðun hefði verið að ræða en skilyrði kynferðislegrar áreitni hefðu ekki verið uppfyllt. Stafaði það meðal annars af því að umrædd flugfreyja bar því við að umrædd hegðun hefði ekki verið sérstakt vandamál þó hún hefði truflað hana í starfi. Ekki þótti sýnt fram á að flugstjórinn hefði haldið háttsemi sinni áfram eftir að hafa verið beðinn um að láta af henni. Að því er varðaði staðhæfingar stefnda um að stefnandi hafi sýnt flugvirkja ógnandi tilburði og að flugstjóri hafi þurft að beita stefnanda fortölum til að hann færi frá borði komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að einungis hafi verið sýnt fram á að stefnandi hafi gripið í öxl flugvirkjans og krafið hann um nafn. Flugvirkinn hefði ekki lýst háttseminni þannig að honum hafi staðið ógn af stefnanda. Þá þótti ekki sannað að maðurin hefði haft uppi ógnandi tilburði gagnvart bílstjóra á leiðinni heim. Engar áminningar voru veittar stefnda áður en honum var sagt upp og því var bótaskylda félagsins staðfest. Í málinu fyrir helgi var fjárhæð bótanna ákveðin. Dánarbú flugstjórans fór fram á jafngildi fullra launa í veikindaforföllum hans og jafngildi óskertrar tryggingafjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Ekki var fallist á skýringar Icelandair og flugstjóranum því dæmd full trygging. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi Icelandair til þess að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Skaðabæturnar stöfuðu af ólögmætri uppsögn frá árinu 2010. Í Hæstarétti, í febrúar 2013, var skaðabótaskylda Icelandair viðurkennd. Flugstjórinn var þá á heimleið ,sem almennur farþegi, eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum félagsins. Þar hafði honum verið gert að sök að hafa verið ölvaður, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyjum á heimleið frá Kastrup. Vegna þessa var flugstjóranum gert að fara inn á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Þar kom í ljós að hann svo var eigi en hann væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann finndi fyrir meiri ölvunaráhrifum. Sannað þótti að hann hefði neytt tveggja bjóra fyrir flug og rauðvínsflösku auk nokkurra líkjöra á meðan flugi stóð. Ekki þótti hann því hafa neytt áfengis í óhófi. Í annan stað bar Icelandair því við að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. Sú bar því við að maðurinn hefði reynt að koma kossi á hana í hvert sinn sem hún bar honum drykk og tekið í kjól hennar.Óviðeigandi hegðun en ekki kynferðisleg áreitni Í niðurstöðu héraðsdómara árið 2013, sem staðfest var af Hæstarétti, var talið að um óviðeigandi hegðun hefði verið að ræða en skilyrði kynferðislegrar áreitni hefðu ekki verið uppfyllt. Stafaði það meðal annars af því að umrædd flugfreyja bar því við að umrædd hegðun hefði ekki verið sérstakt vandamál þó hún hefði truflað hana í starfi. Ekki þótti sýnt fram á að flugstjórinn hefði haldið háttsemi sinni áfram eftir að hafa verið beðinn um að láta af henni. Að því er varðaði staðhæfingar stefnda um að stefnandi hafi sýnt flugvirkja ógnandi tilburði og að flugstjóri hafi þurft að beita stefnanda fortölum til að hann færi frá borði komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að einungis hafi verið sýnt fram á að stefnandi hafi gripið í öxl flugvirkjans og krafið hann um nafn. Flugvirkinn hefði ekki lýst háttseminni þannig að honum hafi staðið ógn af stefnanda. Þá þótti ekki sannað að maðurin hefði haft uppi ógnandi tilburði gagnvart bílstjóra á leiðinni heim. Engar áminningar voru veittar stefnda áður en honum var sagt upp og því var bótaskylda félagsins staðfest. Í málinu fyrir helgi var fjárhæð bótanna ákveðin. Dánarbú flugstjórans fór fram á jafngildi fullra launa í veikindaforföllum hans og jafngildi óskertrar tryggingafjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Ekki var fallist á skýringar Icelandair og flugstjóranum því dæmd full trygging. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira