Búinn að missa tvö störf síðan að hann missti Kára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:00 Steve Evans hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan að hann missti Kára Árnason. Vísir/Getty Steve Evans var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Leeds United eftir aðeins sjö mánaða starf. Þetta var annað stjórastarfið sem Evans missti á aðeins átta mánuðum. Steve Evans var áður knattspyrnustjóri Rotherham United en hætti með liðið 28. september 2015. Þá voru hann aðeins búinn að spila í tvo mánuði án íslenska landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar og var með samning til 2017. Kári Árnason tjáði sig um þennan skrautlega knattspyrnustjóra eftir þriðja tímabilið sitt með honum. Þá bjóst hann ekki við öðru en að Steve Evans héldi áfram með liðið. Saman höfðu þeir farið upp um tvær deildir. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi. Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í maí 2015. Hann útskýrði þetta enn frekar „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," sagði Kári í fyrrnefndu viðtali. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök. Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári í Akraborginni. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi einnig við Kára í kringum landsleikinn við Holland í Amsterdam í byrjun september síðastliðnum. Hann sagðist þá að sumarið á undan hafi hann verið kominn með upp í kok af Steve Evans. „Ég horfði á fjórða árið í uppsiglingu og hugsaði að ég gæti ekki meira. Það hefði verið fullmikið af því góða. Þessi maður…,“ segir Kári og hristir hausinn. Allt hafi verið svo öfgafullt og leikmönnum nánast haldið í gíslingu. „Ef maður tapaði leik þá hótaði hann oft að maður ætti að mæta sjö um morguninn daginn eftir og hlaupa í hringi. Svo klukkan 23 um kvöldið fékk maður sms að það yrði jú frí. Það var aldrei neitt skipulag, bara látið vita með sms hvort það væri æfing. Þú gast aldrei farið neitt. Ef þú áttir dagsfrí þá var ekki hægt að gera neitt," sagði Kári. Kári Árnason skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í lok júní 2015 og spilaði því ekki aftur fyrir Rotherdam United eftir viðtalið við Hjört. Steve Evans entist bara í tvo mánuði eftir að hann missti Kára og hann var rekinn frá Leeds United eftir aðeins sjö mánuði og 38 leiki. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Steve Evans var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Leeds United eftir aðeins sjö mánaða starf. Þetta var annað stjórastarfið sem Evans missti á aðeins átta mánuðum. Steve Evans var áður knattspyrnustjóri Rotherham United en hætti með liðið 28. september 2015. Þá voru hann aðeins búinn að spila í tvo mánuði án íslenska landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar og var með samning til 2017. Kári Árnason tjáði sig um þennan skrautlega knattspyrnustjóra eftir þriðja tímabilið sitt með honum. Þá bjóst hann ekki við öðru en að Steve Evans héldi áfram með liðið. Saman höfðu þeir farið upp um tvær deildir. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi. Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í maí 2015. Hann útskýrði þetta enn frekar „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," sagði Kári í fyrrnefndu viðtali. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök. Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári í Akraborginni. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi einnig við Kára í kringum landsleikinn við Holland í Amsterdam í byrjun september síðastliðnum. Hann sagðist þá að sumarið á undan hafi hann verið kominn með upp í kok af Steve Evans. „Ég horfði á fjórða árið í uppsiglingu og hugsaði að ég gæti ekki meira. Það hefði verið fullmikið af því góða. Þessi maður…,“ segir Kári og hristir hausinn. Allt hafi verið svo öfgafullt og leikmönnum nánast haldið í gíslingu. „Ef maður tapaði leik þá hótaði hann oft að maður ætti að mæta sjö um morguninn daginn eftir og hlaupa í hringi. Svo klukkan 23 um kvöldið fékk maður sms að það yrði jú frí. Það var aldrei neitt skipulag, bara látið vita með sms hvort það væri æfing. Þú gast aldrei farið neitt. Ef þú áttir dagsfrí þá var ekki hægt að gera neitt," sagði Kári. Kári Árnason skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í lok júní 2015 og spilaði því ekki aftur fyrir Rotherdam United eftir viðtalið við Hjört. Steve Evans entist bara í tvo mánuði eftir að hann missti Kára og hann var rekinn frá Leeds United eftir aðeins sjö mánuði og 38 leiki.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira