Búinn að missa tvö störf síðan að hann missti Kára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:00 Steve Evans hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan að hann missti Kára Árnason. Vísir/Getty Steve Evans var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Leeds United eftir aðeins sjö mánaða starf. Þetta var annað stjórastarfið sem Evans missti á aðeins átta mánuðum. Steve Evans var áður knattspyrnustjóri Rotherham United en hætti með liðið 28. september 2015. Þá voru hann aðeins búinn að spila í tvo mánuði án íslenska landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar og var með samning til 2017. Kári Árnason tjáði sig um þennan skrautlega knattspyrnustjóra eftir þriðja tímabilið sitt með honum. Þá bjóst hann ekki við öðru en að Steve Evans héldi áfram með liðið. Saman höfðu þeir farið upp um tvær deildir. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi. Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í maí 2015. Hann útskýrði þetta enn frekar „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," sagði Kári í fyrrnefndu viðtali. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök. Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári í Akraborginni. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi einnig við Kára í kringum landsleikinn við Holland í Amsterdam í byrjun september síðastliðnum. Hann sagðist þá að sumarið á undan hafi hann verið kominn með upp í kok af Steve Evans. „Ég horfði á fjórða árið í uppsiglingu og hugsaði að ég gæti ekki meira. Það hefði verið fullmikið af því góða. Þessi maður…,“ segir Kári og hristir hausinn. Allt hafi verið svo öfgafullt og leikmönnum nánast haldið í gíslingu. „Ef maður tapaði leik þá hótaði hann oft að maður ætti að mæta sjö um morguninn daginn eftir og hlaupa í hringi. Svo klukkan 23 um kvöldið fékk maður sms að það yrði jú frí. Það var aldrei neitt skipulag, bara látið vita með sms hvort það væri æfing. Þú gast aldrei farið neitt. Ef þú áttir dagsfrí þá var ekki hægt að gera neitt," sagði Kári. Kári Árnason skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í lok júní 2015 og spilaði því ekki aftur fyrir Rotherdam United eftir viðtalið við Hjört. Steve Evans entist bara í tvo mánuði eftir að hann missti Kára og hann var rekinn frá Leeds United eftir aðeins sjö mánuði og 38 leiki. Enski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Steve Evans var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Leeds United eftir aðeins sjö mánaða starf. Þetta var annað stjórastarfið sem Evans missti á aðeins átta mánuðum. Steve Evans var áður knattspyrnustjóri Rotherham United en hætti með liðið 28. september 2015. Þá voru hann aðeins búinn að spila í tvo mánuði án íslenska landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar og var með samning til 2017. Kári Árnason tjáði sig um þennan skrautlega knattspyrnustjóra eftir þriðja tímabilið sitt með honum. Þá bjóst hann ekki við öðru en að Steve Evans héldi áfram með liðið. Saman höfðu þeir farið upp um tvær deildir. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi. Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í maí 2015. Hann útskýrði þetta enn frekar „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," sagði Kári í fyrrnefndu viðtali. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök. Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári í Akraborginni. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi einnig við Kára í kringum landsleikinn við Holland í Amsterdam í byrjun september síðastliðnum. Hann sagðist þá að sumarið á undan hafi hann verið kominn með upp í kok af Steve Evans. „Ég horfði á fjórða árið í uppsiglingu og hugsaði að ég gæti ekki meira. Það hefði verið fullmikið af því góða. Þessi maður…,“ segir Kári og hristir hausinn. Allt hafi verið svo öfgafullt og leikmönnum nánast haldið í gíslingu. „Ef maður tapaði leik þá hótaði hann oft að maður ætti að mæta sjö um morguninn daginn eftir og hlaupa í hringi. Svo klukkan 23 um kvöldið fékk maður sms að það yrði jú frí. Það var aldrei neitt skipulag, bara látið vita með sms hvort það væri æfing. Þú gast aldrei farið neitt. Ef þú áttir dagsfrí þá var ekki hægt að gera neitt," sagði Kári. Kári Árnason skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í lok júní 2015 og spilaði því ekki aftur fyrir Rotherdam United eftir viðtalið við Hjört. Steve Evans entist bara í tvo mánuði eftir að hann missti Kára og hann var rekinn frá Leeds United eftir aðeins sjö mánuði og 38 leiki.
Enski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira