Orðinn of gamall fyrir England Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 06:00 Aftur til svíþjóðar Kári Árnason hóf atvinnumannaferilinn í Svíþjóð með Djurgården og er kominn aftur. Fréttablaðið/EPA Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira