Ný viðmið í raforkumálum eftir París Svavar Hávarðsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Tesla Model S á stóran þátt í því að rafbílar eru álitnir raunhæfur og eftirsóttur kostur í bílakaupum. Nordicphotos/Getty Loftslagssamningurinn sem þjóðir heims undirrituðu í París í desember mun þýða miklar breytingar fyrir raforkuiðnaðinn um allan heim, og þess mun gæta hérlendis rétt eins og annars staðar. Ör þróun er fyrirsjáanleg með rafbílavæðingu, millilandaviðskiptum með raforku og ekki síst þróun í rafgeymatækni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vék að þessari þróun á vorfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hann sagði að Parísarsamkomulagið frá því í desember, þar sem þjóðir heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður hefði sett ný viðmið fyrir samfélagið. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þá er það mat Guðmundar að raforka muni gegna lykilhlutverki í þeirri þróun. Það auki kröfurnar til flutningskerfis raforku og þar með Landsnets sem hann telur að standi frammi fyrir miklum áskorunum og því fylgi nauðsynleg endurskoðun á gildandi viðmiðum fyrirtækisins eins og samfélagsins alls.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets„Þessi þróun er þegar hafin. Það er að verða umbreyting í orkuvinnslu og á ýmsum sviðum orkunotkunar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að,“ sagði Guðmundur og tók sem sitt fyrsta dæmi fjölda smávirkjana hérlendis, en hann taldi að slíkar virkjanir í undirbúningi myndu geta framleitt um 100 megavött. „Og við vitum að miklu fleiri eru að skoða ákveðna kosti. Þarna er orðin ákveðin þróun sem er hliðstæð því sem hefur orðið í öðrum löndum, til dæmis Noregi.“ Guðmundur nefndi einnig uppgang vindorkunnar, sem Ísland fer ekki varhluta af, og rafbílavæðingu. Eins millistór fyrirtæki sem eru að breyta sinni orkunotkun, og þar má finna dæmi í sjávarútvegi á Íslandi. Í framtíðinni gætu rafbílar byrjað að selja inn á orkukerfin, sagði Guðmundur, og í Kaliforníu í Bandaríkjunum hlaði menn sína rafbíla að nóttu til og fá rafmagn á betra verði en ef hlaðið er að degi til þegar álagið er mest. Nefndi hann sérstaklega að mögulegt sé að nota rafbílinn sem varaaflstöð fyrir heimilið ef þess gerist þörf, sem vekur athygli á heillandi þróun sem tilkomin er vegna stórstígra framfara í þróun rafgeyma, eða rafhlaðna, í bíla. „Kannski er mikilvægasta þróunin í rafgeymum þar sem þeir eru að verða stærri og hagkvæmari og við getum hugsanlega nýtt þá til að geyma raforku sem mun hafa gríðarleg áhrif á flutningskerfið og raforkukerfið allt,“ sagði Guðmundur. Orkuskipti og rafbílar á oddinnÁtta verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Loftslagssamningurinn sem þjóðir heims undirrituðu í París í desember mun þýða miklar breytingar fyrir raforkuiðnaðinn um allan heim, og þess mun gæta hérlendis rétt eins og annars staðar. Ör þróun er fyrirsjáanleg með rafbílavæðingu, millilandaviðskiptum með raforku og ekki síst þróun í rafgeymatækni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vék að þessari þróun á vorfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hann sagði að Parísarsamkomulagið frá því í desember, þar sem þjóðir heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður hefði sett ný viðmið fyrir samfélagið. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þá er það mat Guðmundar að raforka muni gegna lykilhlutverki í þeirri þróun. Það auki kröfurnar til flutningskerfis raforku og þar með Landsnets sem hann telur að standi frammi fyrir miklum áskorunum og því fylgi nauðsynleg endurskoðun á gildandi viðmiðum fyrirtækisins eins og samfélagsins alls.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets„Þessi þróun er þegar hafin. Það er að verða umbreyting í orkuvinnslu og á ýmsum sviðum orkunotkunar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að,“ sagði Guðmundur og tók sem sitt fyrsta dæmi fjölda smávirkjana hérlendis, en hann taldi að slíkar virkjanir í undirbúningi myndu geta framleitt um 100 megavött. „Og við vitum að miklu fleiri eru að skoða ákveðna kosti. Þarna er orðin ákveðin þróun sem er hliðstæð því sem hefur orðið í öðrum löndum, til dæmis Noregi.“ Guðmundur nefndi einnig uppgang vindorkunnar, sem Ísland fer ekki varhluta af, og rafbílavæðingu. Eins millistór fyrirtæki sem eru að breyta sinni orkunotkun, og þar má finna dæmi í sjávarútvegi á Íslandi. Í framtíðinni gætu rafbílar byrjað að selja inn á orkukerfin, sagði Guðmundur, og í Kaliforníu í Bandaríkjunum hlaði menn sína rafbíla að nóttu til og fá rafmagn á betra verði en ef hlaðið er að degi til þegar álagið er mest. Nefndi hann sérstaklega að mögulegt sé að nota rafbílinn sem varaaflstöð fyrir heimilið ef þess gerist þörf, sem vekur athygli á heillandi þróun sem tilkomin er vegna stórstígra framfara í þróun rafgeyma, eða rafhlaðna, í bíla. „Kannski er mikilvægasta þróunin í rafgeymum þar sem þeir eru að verða stærri og hagkvæmari og við getum hugsanlega nýtt þá til að geyma raforku sem mun hafa gríðarleg áhrif á flutningskerfið og raforkukerfið allt,“ sagði Guðmundur. Orkuskipti og rafbílar á oddinnÁtta verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira