Rokkperlur sungnar af kór Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2016 13:00 Rokkkórinn lofar stuði á fyrstu tónleikum sínum næstkomandi föstudag. Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“ Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira