Rokkperlur sungnar af kór Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2016 13:00 Rokkkórinn lofar stuði á fyrstu tónleikum sínum næstkomandi föstudag. Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“ Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira