Ætlaði mér að synda miklu hraðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 06:00 Eygló Ósk stingur sér til sunds í gær. vísir/epa Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45
Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52
Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30
Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48
Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09