Deildu-dómurinn: STEF segir allt frelsi vera takmörkunum háð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 10:42 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir STEF telur að umræða og ummæli um nýfallna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna hafa verið einhliða. Héraðsdómur staðfesti á mánudag lögbann á þá starfsemi Hringiðunnar og Símafélagsins að veita aðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Samheitið rétthafar er hér notað yfir rétthafasamtök höfunda, listamanna, framleiðenda og annarra rétthafa yfir hljóð- og myndefni, sem hefur verið dreift með ólögmætum hætti á nefndum vefsíðum. Í téðum dómsmálum var STEF í forsvari fyrir alla rétthafa.Sjá einnig:Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest Í tilkynningu frá STEF sem send er fyrir hönd rétthafa segir að enginn vafi sé á að slíkt lögbann hafi áhrif og að rannsóknir og mælingar á netumferð hafi staðfest það. „Aðgerðirnar hafa jafnframt komið af stað umræðu og vakið fólk til umhugsunar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningunni.Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að héraðsdómur hafi komist að mótsagnakenndri niðurstöðu í málinu og tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins. Rétthafar virðast líta öðrum augum á dóminn.Sjá einnig:Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ dómsins „Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningu STEF. Þá segir einnig að dómurinn staðfesti að hagsmunir rétthafa vegi þyngra en óljósir hagsmunir sem kenndir hafi verið við netfrelsi. „Hér er rétt að hafa í huga það augljósa að allt frelsi er háð takmörkunum, t.d. tjáningarfrelsi. Allt frelsi takmarkast almennt af ríkari hagsmunum annarra, að þeir skaðist ekki af frelsinu. Sem betur er t.d. „umferðarfrelsi“ miklum takmörkunum háð. Hvers vegna skyldi það ekki líka gilda um hið svokallaða netfrelsi? Barátta rétthafa beinist gegn ólögmætri starfsemi og vandséð hvaða hagsmunir eru faldir í því að viðhalda eða vernda þá starfsemi.“ Þá segir einnig að því beri að fagna að forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi lýst yfir stuðningi við rétthafa í baráttu þeirra gegn ólögmætri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir séu þó óraunhæfarSjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega„Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir sem lúta að því að sækja skaðabætur eða refsingar á hendur þeim sem standa beint að dreifingunni eru hins vegar óraunhæfar. Í það minnsta hafa tilraunir til þess lítinn sem engan árangur borið hingað til. Það hafa rétthafar ítrekað bent á og dómstólar hafa tekið undir þá staðreynd.“ „Að taka og dreifa höfundarvörðu efni án heimildar grefur undan sköpun, framleiðslu og sýningu á nýju efni og eru rétthafar reiðubúnir til að hlusta á allar tillögur sem geta dregið úr skaðanum og sem raska ekki netfrelsi umfram það sem nauðsynleg er.“ Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
STEF telur að umræða og ummæli um nýfallna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna hafa verið einhliða. Héraðsdómur staðfesti á mánudag lögbann á þá starfsemi Hringiðunnar og Símafélagsins að veita aðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Samheitið rétthafar er hér notað yfir rétthafasamtök höfunda, listamanna, framleiðenda og annarra rétthafa yfir hljóð- og myndefni, sem hefur verið dreift með ólögmætum hætti á nefndum vefsíðum. Í téðum dómsmálum var STEF í forsvari fyrir alla rétthafa.Sjá einnig:Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest Í tilkynningu frá STEF sem send er fyrir hönd rétthafa segir að enginn vafi sé á að slíkt lögbann hafi áhrif og að rannsóknir og mælingar á netumferð hafi staðfest það. „Aðgerðirnar hafa jafnframt komið af stað umræðu og vakið fólk til umhugsunar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningunni.Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að héraðsdómur hafi komist að mótsagnakenndri niðurstöðu í málinu og tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins. Rétthafar virðast líta öðrum augum á dóminn.Sjá einnig:Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ dómsins „Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningu STEF. Þá segir einnig að dómurinn staðfesti að hagsmunir rétthafa vegi þyngra en óljósir hagsmunir sem kenndir hafi verið við netfrelsi. „Hér er rétt að hafa í huga það augljósa að allt frelsi er háð takmörkunum, t.d. tjáningarfrelsi. Allt frelsi takmarkast almennt af ríkari hagsmunum annarra, að þeir skaðist ekki af frelsinu. Sem betur er t.d. „umferðarfrelsi“ miklum takmörkunum háð. Hvers vegna skyldi það ekki líka gilda um hið svokallaða netfrelsi? Barátta rétthafa beinist gegn ólögmætri starfsemi og vandséð hvaða hagsmunir eru faldir í því að viðhalda eða vernda þá starfsemi.“ Þá segir einnig að því beri að fagna að forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi lýst yfir stuðningi við rétthafa í baráttu þeirra gegn ólögmætri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir séu þó óraunhæfarSjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega„Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir sem lúta að því að sækja skaðabætur eða refsingar á hendur þeim sem standa beint að dreifingunni eru hins vegar óraunhæfar. Í það minnsta hafa tilraunir til þess lítinn sem engan árangur borið hingað til. Það hafa rétthafar ítrekað bent á og dómstólar hafa tekið undir þá staðreynd.“ „Að taka og dreifa höfundarvörðu efni án heimildar grefur undan sköpun, framleiðslu og sýningu á nýju efni og eru rétthafar reiðubúnir til að hlusta á allar tillögur sem geta dregið úr skaðanum og sem raska ekki netfrelsi umfram það sem nauðsynleg er.“
Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53
Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20