Ég er mella og miðill Magnús Guðmundsson skrifar 11. mars 2015 15:00 Ámundi Sigurðsson hefur á orði hversu þakklátur hann sé fyrir það tækifæri að fá að skoða feril sinn með þessum hætti og leyfa öðrum að njóta þess með sér. Visir/GVA Ámundi Sigurðsson hönnuður hefur starfað sem grafískur hönnuður síðustu þrjátíu árin og upplifað róttækar tæknibyltingar með tilheyrandi auknum hraða og útbreiðslu grafískrar hönnunar í öllu okkar umhverfi. Í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum Ámunda í Hönnunarsafni Íslands þar sem hann sýnir gríðarlega fjölbreytta og áhugaverða flóru verka sem hann hefur unnið á ferlinum. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mikill heiður og er afskaplega þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég gerði mér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað ég var að fara út í með svona yfirlitssýningu því undirbúningurinn er búinn að vera alveg gríðarleg vinna. En nú er ég loksins búinn að skera niður og byrjaður að hengja upp.“ Ámundi lítur ekki svo á sem það sé einhver einn ákveðinn stíll sem einkenni hann sem hönnuð. „Þegar ég fór að taka saman allt þetta efni og gefa mér tíma til þess að skoða þetta þá sá ég í raun marga Ámunda. Ég fór því að velta því fyrir mér hver ég væri í þessu tilliti. Niðurstaðan var að ég er í raun mella og miðill. Það er þetta tvennt sem ég geri og tekst á við í mínu starfi frá degi til dags. Með mella þá á ég nú við þann hluta vinnunnar sem er unninn beint eftir pöntun fyrir ákveðna viðskiptavini; auglýsingar, merki o.s.frv. Eftir öll þessi ár vil ég meina að ég sé nú orðinn nokkuð góð mella – góður við mína viðskiptavini og svo kem ég með ný trikk handa þeim af og til. Svo er það stundum þannig þegar maður er í leitinni að hugmyndum þá fer hugurinn svolítið til hliðar og þá kemur einhver í gegn. Ég held að þetta sé svona einhvers konar flæði sem er þarna fyrir ofan okkur og þeir sem eru að gera góða hluti virka þá oft eins og miðlar. Það hefur nú tekið mig drjúgan tíma að þroskast og læra að treysta. Þora að gefa sér tíma til þess að horfa á það sem maður telur kannski til mistaka því þá reynast þar oft björtustu gimsteinarnir. Til þess að það gerist þarf maður að slaka á og leyfa þessu að koma. Ef þetta á að ganga upp verður maður að láta af allri meðvirkni við viðskiptavininn og fylgja því sem maður trúir á. Þannig veiti ég miklu betri þjónustu með því að skila margfalt betra verki.“ Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Ámundi Sigurðsson hönnuður hefur starfað sem grafískur hönnuður síðustu þrjátíu árin og upplifað róttækar tæknibyltingar með tilheyrandi auknum hraða og útbreiðslu grafískrar hönnunar í öllu okkar umhverfi. Í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum Ámunda í Hönnunarsafni Íslands þar sem hann sýnir gríðarlega fjölbreytta og áhugaverða flóru verka sem hann hefur unnið á ferlinum. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mikill heiður og er afskaplega þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég gerði mér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað ég var að fara út í með svona yfirlitssýningu því undirbúningurinn er búinn að vera alveg gríðarleg vinna. En nú er ég loksins búinn að skera niður og byrjaður að hengja upp.“ Ámundi lítur ekki svo á sem það sé einhver einn ákveðinn stíll sem einkenni hann sem hönnuð. „Þegar ég fór að taka saman allt þetta efni og gefa mér tíma til þess að skoða þetta þá sá ég í raun marga Ámunda. Ég fór því að velta því fyrir mér hver ég væri í þessu tilliti. Niðurstaðan var að ég er í raun mella og miðill. Það er þetta tvennt sem ég geri og tekst á við í mínu starfi frá degi til dags. Með mella þá á ég nú við þann hluta vinnunnar sem er unninn beint eftir pöntun fyrir ákveðna viðskiptavini; auglýsingar, merki o.s.frv. Eftir öll þessi ár vil ég meina að ég sé nú orðinn nokkuð góð mella – góður við mína viðskiptavini og svo kem ég með ný trikk handa þeim af og til. Svo er það stundum þannig þegar maður er í leitinni að hugmyndum þá fer hugurinn svolítið til hliðar og þá kemur einhver í gegn. Ég held að þetta sé svona einhvers konar flæði sem er þarna fyrir ofan okkur og þeir sem eru að gera góða hluti virka þá oft eins og miðlar. Það hefur nú tekið mig drjúgan tíma að þroskast og læra að treysta. Þora að gefa sér tíma til þess að horfa á það sem maður telur kannski til mistaka því þá reynast þar oft björtustu gimsteinarnir. Til þess að það gerist þarf maður að slaka á og leyfa þessu að koma. Ef þetta á að ganga upp verður maður að láta af allri meðvirkni við viðskiptavininn og fylgja því sem maður trúir á. Þannig veiti ég miklu betri þjónustu með því að skila margfalt betra verki.“
Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira