Enski boltinn

Jóhann Berg næst því að skora í markalausu jafntefli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg og félagar eru enn taplausir í B-deildinni.
Jóhann Berg og félagar eru enn taplausir í B-deildinni. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Charlton Athletic og Nottingham Forest gerðu markalaust jafntefli í ensku B-deildinni í kvöld.

Charlton er í 5. sæti deildarinnar með fimm stig eftir þrjá leiki.

Jóhann Berg komst næst því að skora í leiknum þegar hann skaut í tréverkið eftir hálftíma leik.

Félagi Jóhanns Bergs í íslenska landsliðinu, Aron Einar Gunnarsson, kom inn á sem varamaður á 74. mínútu þegar Cardiff City og Blackburn Rovers gerðu 1-1 jafntefli á Ewood Park.

Þetta var fyrsti deildarleikur landsliðsfyrirliðans á tímabilinu en hann byrjar fyrir utan liðið í ár.

Cardiff er í 13. sæti deildarinnar en liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×