Innlent

Húsin flutt af Grettisgötu

Hús á rúntinum. Mikill viðbúnaður var vegna flutnings húsanna.
Hús á rúntinum. Mikill viðbúnaður var vegna flutnings húsanna. Fréttablaðið/Valli
Tvö hús voru flutt af Grettisgötu í gær. Húsin voru flutt af skipulagsástæðum og var farið með þau að Hólmaslóð á Granda þar sem þau verða geymd næstu misseri, eða þar til grunnur á framtíðarstað þeirra að Grettisgötu 9a og b verður gerður.

Um er að ræða hús við Grettisgötu 17 og bakhús að Laugavegi 36. Húsin vöktu mikla athygli á síðasta ári eftir að íbúar við Grettisgötu mótmæltu nýju deiliskipulagi lóðarinnar en á henni stendur 107 ára gamall silfurreynir sem íbúarnir vildu standa vörð um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×