Enski boltinn

Keyrði fullur á hjólreiðamann

Áttu skiptimiða? Gibson tekur strætó eða fær far á æfingar á næstunni.
Áttu skiptimiða? Gibson tekur strætó eða fær far á æfingar á næstunni. vísir/getty
Darron Gibson, miðjumaður Everton, er ekki í góðum málum.

Hann ákvað að lyfta sér upp síðastliðið laugardagskvöld og tók síðan þá vondu ákvörðun að keyra heim fullur.

Á leiðinni heim keyrði hann nefnilega á hjólreiðamann og stakk síðan af. Hann keyrði einnig utan í bensíndælu á bensínstöð nærri heimili sínu.

Það er búið að kæra hann fyrir alla þessa hluti og ljóst að hans bíður í það minnsta afar há sekt.

Gibson mun líka missa prófið í langan tíma og konan hans verður því að skutla honum á æfingar í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×