Enski boltinn

Beckham þénar næst mest af fyrrum íþróttafólki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beckham ásamt syni sínum.
Beckham ásamt syni sínum. vísir/getty
David Beckham er orðinn næst tekjuhæsta fyrrum íþróttastjarna allra tíma, en þessi fyrrum knattspyrnumaður hefur verið iðinn á markaðnum síðustu vikur og mánuði.

Beckham á stóran hlut í fyrirtæki konu sinnar, en það er mjög árangursríkt fatafyrirtæki. Einnig á Beckham í knattspyrnufélaginu Miami FC og Haig Club sem er viskíframleiðandi.

Það er þó ekki eina sem Beckham gerir, en hans eigur telja allt frá fötum og framleiðslu, en einnig eiga fyrirtæki hans allskyns öpp í snjallsíma og fleira.

Árið 2013 greindi Forbes tímaritið frá því að þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid græddi um 51 milljónir dollara á ári, en Beckham hefur aukið við sig og er talan komin í 75 milljónir dollara á ári.

Á toppnum er fyrrum körfuboltakappinn, Michael Jordan, en hann er talinn þéna um hundrað milljónir dollara á ári. Arnold Palmer, golfarinn knái, er í þriðja sætinu með 42 milljónir dollara.

Topp tíu listin í heild sinni:

1. Michael Jordan (52 ára körfuboltamaður) - $100m (£63.9m)

2. David Beckham (40 ára fótboltamaður)  - $75m (£47.9m)

3. Arnold Palmer (85 ára golfari) - $42m (£26.8m)

4. Jack Nicklaus (75 ára golfari) -$28m (£17.9m)

5. Jerry Richardson (79 ára amerískur ruðningskappi) - $23m (£14.7m)

6. Shaquille O'Neal (43 ára körfuboltamaður) - $21m (£13.4m)

7. Gary Player (79 ára golfari) - $21m (£13.4m)

8. Magic Johnson (56 ára körfuboltamaður) - $20m (£12.8m)

9. Pele (74 ára fótboltamaður) - $16m (£10.2m)

10. Greg Norman (60 ára golfari) - $16m (£10.2m)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×