Lífið

KexReið í þriðja sinn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Öryggi keppenda er í fyrirrúmi og þurfa menn meðal annars að nota hjálm til að mega keppa.
Öryggi keppenda er í fyrirrúmi og þurfa menn meðal annars að nota hjálm til að mega keppa. vísir/daníel
KexReið 2015, sem er hjólreiðakeppni Kex Hostels og Kría Cycles, fer fram í Skuggahverfinu í dag, um braut sem liggur um Skúlagötu og Hverfisgötu. Leiðin liggur um 1,5 kílómetra hring.

Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og verður öryggi keppenda og annarra vegfarenda á keppnissvæði tryggt með götulokunum og öryggisgæslu á keppnishringnum. Skylda er að vera með hjálm og kostar 3.500 krónur að taka þátt í keppninni.

Meðan á keppninni stendur verður skífum þeytt við Hverfisgötu 12 Veitingastað og Mikkeller & Friends Reykjavík bjóða gestum og gangandi Mikkeller Running Club Pale Ale. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×