Spólgröðu krakkarnir standa nú á tvítugu guðrún ansnes skrifar 21. maí 2015 13:00 Leo Fitzpatrick lék aðalhlutverkið, Telly. Hann hafur helst sést á sjónvarpsskjáum síðan, svo sem í einum eða tveimur þáttum af Law and Order, Sons of Anarchy og My Name Is Earl. Nú eru tuttugu ár síðan hin umdeilda kvikmynd Kids, eftir Larry Clark, kom út og var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Má með sanni segja að hér sé um að ræða kvikmynd sem olli fjaðrafoki, enda nokkuð viðkvæmt viðfangsefni, spólgraðir krakkar að fóta sig í ruglaðri tilverunni á tímum uppsveiflu kynsjúkdóma á tíunda áratug síðustu aldar. Á meðan einhverjir fögnuðu myndinni, líkt og kvikmyndagagnrýnandi The New York Times, Janet Maslin, sem sagði hana þarfa áminningu um breytt landslag æskunnar í nútíma heimi, sögðu aðrir að hér væri ekki um annað að ræða en einhvers konar barnaklám.Kvikmyndin KidsMyndin er tekin upp með þeim hætti að áhorfanda líður eins og um sé að ræða heimildarmynd. Tilgangur myndarinnar var einmitt að vekja tilfinningu áhorfanda fyrir raunveruleika æskunnar og virðist það aldeilis hafa tekist. Clark upplýsti nýlega að hvert einasta atriði í myndinni hefði verið skrifað og þaulskipulagt þrátt fyrir að virðast spuni frá upphafi til enda, fyrir utan eitt. „Þetta er atriðið þegar nokkrir hjólabrettastrákar sitja saman í sófanum og eru að spjalla. Ég sagði þeim hvað þeir ættu að tala um, og þeir gerðu það. Þetta er mögulega eitt besta atriðið í myndinni, algjörlega magnað,“ sagði Clark í viðtali í tilefni tvítugsafmælisins. Þótt liðin séu tuttugu ár síðan myndin leit dagsins ljós, þykir hún fyllilega eiga jafn vel við í dag, enda æskan væntanlega jafn völt nú og þá. Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nú eru tuttugu ár síðan hin umdeilda kvikmynd Kids, eftir Larry Clark, kom út og var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Má með sanni segja að hér sé um að ræða kvikmynd sem olli fjaðrafoki, enda nokkuð viðkvæmt viðfangsefni, spólgraðir krakkar að fóta sig í ruglaðri tilverunni á tímum uppsveiflu kynsjúkdóma á tíunda áratug síðustu aldar. Á meðan einhverjir fögnuðu myndinni, líkt og kvikmyndagagnrýnandi The New York Times, Janet Maslin, sem sagði hana þarfa áminningu um breytt landslag æskunnar í nútíma heimi, sögðu aðrir að hér væri ekki um annað að ræða en einhvers konar barnaklám.Kvikmyndin KidsMyndin er tekin upp með þeim hætti að áhorfanda líður eins og um sé að ræða heimildarmynd. Tilgangur myndarinnar var einmitt að vekja tilfinningu áhorfanda fyrir raunveruleika æskunnar og virðist það aldeilis hafa tekist. Clark upplýsti nýlega að hvert einasta atriði í myndinni hefði verið skrifað og þaulskipulagt þrátt fyrir að virðast spuni frá upphafi til enda, fyrir utan eitt. „Þetta er atriðið þegar nokkrir hjólabrettastrákar sitja saman í sófanum og eru að spjalla. Ég sagði þeim hvað þeir ættu að tala um, og þeir gerðu það. Þetta er mögulega eitt besta atriðið í myndinni, algjörlega magnað,“ sagði Clark í viðtali í tilefni tvítugsafmælisins. Þótt liðin séu tuttugu ár síðan myndin leit dagsins ljós, þykir hún fyllilega eiga jafn vel við í dag, enda æskan væntanlega jafn völt nú og þá.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira