Nina Kraviz mætir á klakann Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 2. maí 2015 09:30 Nina er vön að spila á risa stórum hátíðum og klúbbum. Visir/Carin Abdulla Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni. Sónar Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni.
Sónar Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira