Óskarsverðlaunahafar og ísgerð í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2015 10:00 Óskarsverðlaunamynd um Edward Snowden er sýnd á hátíðinni. Dagana 9. til 12. apríl fer fram heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heimildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Bandaríkjamanna, pólsk fjallgöngugoðsögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Grænlandi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizenfour eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Poitras mun taka þátt í spurt og svarað sýningu á myndinni laugardaginn 11. apríl klukkan 20. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnarverk hennar, Sweet Dreams, verður sýnt á hátíðinni. Myndin fjallar um konur af ólíkum uppruna sem koma saman til að stofna trommuhring og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Fruchtmann hlaut Óskarsverðlaun fyrir klippingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Ókeypis er á námskeiðin og aðgangur öllum opinn.Fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd Sumé - the Sound of a Revolution, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá sögu grænlensku rokkhljómsveitinni Sumé, sem olli straumhvörfum á Grænlandi á áttunda áratugnum, söng á grænlensku og átti þátt í að breyta sjálfsmynd þjóðarinnar og blása lífi í heimastjórnarbaráttu Grænlendinga. Opnunarmynd hátíðarinnar er einnig um rokk. Þungarokk. No Idiots Allowed í leikstjórn Halls Arnar Árnasonar, fjallar um rokkhátíðina Eistnaflug, sem fer fram á Neskaupstað ár hvert. Þetta er fyrsta heimildamynd Halls í fullri lengd. Einnig verða nokkrar íslenskar stuttmyndir og styttri heimildamyndir sýndar saman í einni sýningu, m.a. falleg mynd sem sýnir norðurljósin og merkileg mynd um lífshlaup heimskautarefsins. Icelandic Short&Docs hátíðin hefur verið á faraldsfæti og farið með íslenskar stutt- og heimildamyndir í ferðir um Kanada og Bandaríkin í samstarfi við Taste of Iceland. Samhliða hátíðinni í Reykjavík verður sýning á úrvali íslenskra mynda í Edmonton í Kanada þann 12. apríl. Einnig er fyrirhugað að sýna íslenskar stuttmyndir í lok mánaðarins í Mexíkó á vegum Reykjavík Shorts&Docs. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíðina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og er fjöldi sýninga takmarkaður. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Dagana 9. til 12. apríl fer fram heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heimildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Bandaríkjamanna, pólsk fjallgöngugoðsögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Grænlandi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizenfour eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Poitras mun taka þátt í spurt og svarað sýningu á myndinni laugardaginn 11. apríl klukkan 20. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnarverk hennar, Sweet Dreams, verður sýnt á hátíðinni. Myndin fjallar um konur af ólíkum uppruna sem koma saman til að stofna trommuhring og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Fruchtmann hlaut Óskarsverðlaun fyrir klippingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Ókeypis er á námskeiðin og aðgangur öllum opinn.Fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd Sumé - the Sound of a Revolution, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá sögu grænlensku rokkhljómsveitinni Sumé, sem olli straumhvörfum á Grænlandi á áttunda áratugnum, söng á grænlensku og átti þátt í að breyta sjálfsmynd þjóðarinnar og blása lífi í heimastjórnarbaráttu Grænlendinga. Opnunarmynd hátíðarinnar er einnig um rokk. Þungarokk. No Idiots Allowed í leikstjórn Halls Arnar Árnasonar, fjallar um rokkhátíðina Eistnaflug, sem fer fram á Neskaupstað ár hvert. Þetta er fyrsta heimildamynd Halls í fullri lengd. Einnig verða nokkrar íslenskar stuttmyndir og styttri heimildamyndir sýndar saman í einni sýningu, m.a. falleg mynd sem sýnir norðurljósin og merkileg mynd um lífshlaup heimskautarefsins. Icelandic Short&Docs hátíðin hefur verið á faraldsfæti og farið með íslenskar stutt- og heimildamyndir í ferðir um Kanada og Bandaríkin í samstarfi við Taste of Iceland. Samhliða hátíðinni í Reykjavík verður sýning á úrvali íslenskra mynda í Edmonton í Kanada þann 12. apríl. Einnig er fyrirhugað að sýna íslenskar stuttmyndir í lok mánaðarins í Mexíkó á vegum Reykjavík Shorts&Docs. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíðina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og er fjöldi sýninga takmarkaður. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira