Stíliseraði Taylor Swift Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 08:00 Taylor Swift Vísir/getty „Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“ HönnunarMars Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
„Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“
HönnunarMars Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira