Hannar þjóðfána fyrir ímynduð lönd og ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 10:00 Atli Jasonarson ásamt nokkrum fánum vísir/valli „Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að það sé ekki verið að stofna ný ríki og þjóðir daglega. Ég væri til í að vinna við þetta,“ segir íslenskuneminn Atli Jasonarson. Í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að búa til fána fyrir alls kyns ímyndaðar þjóðir og aðstæður. „Ég hafði mikinn áhuga á fánum þegar ég var yngri og hann kviknaði aftur þegar QuizUp-leikurinn kom út kom út.“ Hann byrjaði að hanna fána fyrir alvöru fyrir um þremur vikum. „Ég var annars hugar og að velta hollenska fánanum fyrir mér. Af hverju er appelsínugulan, lit konungsfjölskyldunnar og landsliðsins, ekki að finna í fánanum? Hvernig ætli hann liti út ef Holland væri hluti af Skandinavíu?“ Í kjölfarið bjó hann fánann til og þá varð ekki aftur snúið. Á annan tug fána hafa litið dagsins ljós og fleiri eru í vinnslu. Afrakstrinum deilir Atli með umheiminum í myndaalbúmi á Facebook en hluta fánanna má sjá hér til hliðar. Vinir Atla, og fólk sem hann rekst á á förnum vegi hefur verið duglegt við að senda honum beiðnir um mögulega fána sem hægt væri að teikna upp. Þeir muni líta dagsins ljós en fólk verði að bíða rólegt eftir þeim. „Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum og byltingum svo ég geti haft þetta að atvinnu,“ segir Atli að lokum í gríni. Hér að ofan má sjá fána sameinaðrar Kóreu undir Ísrael, fána nýs Kalmarsambands sem samanstæði af Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Sameinaða Pokémon-nýlendu Botsvana og Tansaníu og mögulegan þjóðfána Vestmannaeyjana. Fáeina í viðbót má sjá hér fyrir neðan en hina má sjá með því að smella hér.Post by Atli Jasonarson. Post by Atli Jasonarson. Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að það sé ekki verið að stofna ný ríki og þjóðir daglega. Ég væri til í að vinna við þetta,“ segir íslenskuneminn Atli Jasonarson. Í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að búa til fána fyrir alls kyns ímyndaðar þjóðir og aðstæður. „Ég hafði mikinn áhuga á fánum þegar ég var yngri og hann kviknaði aftur þegar QuizUp-leikurinn kom út kom út.“ Hann byrjaði að hanna fána fyrir alvöru fyrir um þremur vikum. „Ég var annars hugar og að velta hollenska fánanum fyrir mér. Af hverju er appelsínugulan, lit konungsfjölskyldunnar og landsliðsins, ekki að finna í fánanum? Hvernig ætli hann liti út ef Holland væri hluti af Skandinavíu?“ Í kjölfarið bjó hann fánann til og þá varð ekki aftur snúið. Á annan tug fána hafa litið dagsins ljós og fleiri eru í vinnslu. Afrakstrinum deilir Atli með umheiminum í myndaalbúmi á Facebook en hluta fánanna má sjá hér til hliðar. Vinir Atla, og fólk sem hann rekst á á förnum vegi hefur verið duglegt við að senda honum beiðnir um mögulega fána sem hægt væri að teikna upp. Þeir muni líta dagsins ljós en fólk verði að bíða rólegt eftir þeim. „Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum og byltingum svo ég geti haft þetta að atvinnu,“ segir Atli að lokum í gríni. Hér að ofan má sjá fána sameinaðrar Kóreu undir Ísrael, fána nýs Kalmarsambands sem samanstæði af Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Sameinaða Pokémon-nýlendu Botsvana og Tansaníu og mögulegan þjóðfána Vestmannaeyjana. Fáeina í viðbót má sjá hér fyrir neðan en hina má sjá með því að smella hér.Post by Atli Jasonarson. Post by Atli Jasonarson.
Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira