Stalín, Ólafur Thors og Napóleon í myndbandi með Young Karin Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 09:30 Myndband við lagið Sirens með hljómsveitinni Young Karin verður frumsýnt í dag. Því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, sem um helgina fékk einmitt Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir myndband sitt við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfur Úlfur. Í myndbandinu má sjá vaxmyndir sem eiga sér langa sögu en eru nú í geymslu í Kópavogi. „Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í vinnslu við myndband,“ segir Logi Pedro Stefánsson, annar meðlima Young Karin, og rifjar upp hvernig tökum var háttað: „Við þurftum að fá sérstakt leyfi til þess að taka upp í geymslunni þar sem stytturnar eru. Starfsmaður frá Þjóðminjasafninu var viðstaddur tökurnar og hjálpaði okkur að stilla styttunum upp því enginn mátti snerta þær nema hann. Stytturnar eru margar í ansi slæmu ásigkomulagi.“Hér sést Karin Sveinsdóttir horfa á forláta vaxmyndastyttu.Fáir vita af styttunum Stytturnar voru til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969 en vaxmyndasafnið var stofnað á sínum tíma af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni. Hann gaf safnið í minningu sonar síns, Óskars Theódórs, sem lést á sjó fyrir aldur fram. Í safninu eru mörg stórmenni sögunnar, bæði innlend og erlend. Þar á meðal Napóleon, William Shakespeare og hinn alræmdi Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Stytturnar gera mikið fyrir myndbandið. Þær veita ákveðinn „kontrast“,“ segir Logi. Í myndbandinu má sjá hann og Karin Sveinsdóttur söngkonu inn á milli vaxmyndanna. „Það er sérstakt að sjá Karin innan um alla þessa karlmenn, sýnir feðraveldið í sinni skýrustu mynd,“ bætir Logi við en aðeins er ein vaxmynd af konu; Önnu Borg Reumert leikkonu, sem fæddist árið 1903.Magnús Leifsson leikstjóri kom upp grænum skjá í geymslunni.Tekið upp í sumar Myndbandið var tekið upp í júlí og er því mikil vinna að baki. „Þetta var mjög dýrt verkefni og við erum afar þakklát Landsbankanum sem hjálpaði okkur við vinnsluna.“ Sökum þess að ekki mátti flytja stytturnar þurftu allar tökur að fara fram í geymslu í umsjá Þjóðminjasafnsins. „Við þurftum að setja upp svokallaðan „green-screen“ þarna inni. Vinnslan eftir að tökum var lokið var því ansi löng og ströng, en þetta var algjörlega þess virði. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna.“Lagið heitir Sirens og er af EP plötu Young Karin, n°1.Young Karin fékk um helgina íslensku tónlistarverðlaunin í flokki Nýliðaplötu ársins og fékk sveitin fyrir vikið 750 þúsund krónur sem eru eyrnamerktar í myndbandagerð. „Það skiptir miklu máli að vera með flott myndbönd upp á dreifingu erlendis. Við erum í skýjunum með þessi verðlaun,“ segir Logi. Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15 Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Myndband við lagið Sirens með hljómsveitinni Young Karin verður frumsýnt í dag. Því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, sem um helgina fékk einmitt Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir myndband sitt við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfur Úlfur. Í myndbandinu má sjá vaxmyndir sem eiga sér langa sögu en eru nú í geymslu í Kópavogi. „Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í vinnslu við myndband,“ segir Logi Pedro Stefánsson, annar meðlima Young Karin, og rifjar upp hvernig tökum var háttað: „Við þurftum að fá sérstakt leyfi til þess að taka upp í geymslunni þar sem stytturnar eru. Starfsmaður frá Þjóðminjasafninu var viðstaddur tökurnar og hjálpaði okkur að stilla styttunum upp því enginn mátti snerta þær nema hann. Stytturnar eru margar í ansi slæmu ásigkomulagi.“Hér sést Karin Sveinsdóttir horfa á forláta vaxmyndastyttu.Fáir vita af styttunum Stytturnar voru til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969 en vaxmyndasafnið var stofnað á sínum tíma af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni. Hann gaf safnið í minningu sonar síns, Óskars Theódórs, sem lést á sjó fyrir aldur fram. Í safninu eru mörg stórmenni sögunnar, bæði innlend og erlend. Þar á meðal Napóleon, William Shakespeare og hinn alræmdi Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Stytturnar gera mikið fyrir myndbandið. Þær veita ákveðinn „kontrast“,“ segir Logi. Í myndbandinu má sjá hann og Karin Sveinsdóttur söngkonu inn á milli vaxmyndanna. „Það er sérstakt að sjá Karin innan um alla þessa karlmenn, sýnir feðraveldið í sinni skýrustu mynd,“ bætir Logi við en aðeins er ein vaxmynd af konu; Önnu Borg Reumert leikkonu, sem fæddist árið 1903.Magnús Leifsson leikstjóri kom upp grænum skjá í geymslunni.Tekið upp í sumar Myndbandið var tekið upp í júlí og er því mikil vinna að baki. „Þetta var mjög dýrt verkefni og við erum afar þakklát Landsbankanum sem hjálpaði okkur við vinnsluna.“ Sökum þess að ekki mátti flytja stytturnar þurftu allar tökur að fara fram í geymslu í umsjá Þjóðminjasafnsins. „Við þurftum að setja upp svokallaðan „green-screen“ þarna inni. Vinnslan eftir að tökum var lokið var því ansi löng og ströng, en þetta var algjörlega þess virði. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna.“Lagið heitir Sirens og er af EP plötu Young Karin, n°1.Young Karin fékk um helgina íslensku tónlistarverðlaunin í flokki Nýliðaplötu ársins og fékk sveitin fyrir vikið 750 þúsund krónur sem eru eyrnamerktar í myndbandagerð. „Það skiptir miklu máli að vera með flott myndbönd upp á dreifingu erlendis. Við erum í skýjunum með þessi verðlaun,“ segir Logi.
Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15 Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30
Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15
Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00
Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51