Stalín, Ólafur Thors og Napóleon í myndbandi með Young Karin Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 09:30 Myndband við lagið Sirens með hljómsveitinni Young Karin verður frumsýnt í dag. Því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, sem um helgina fékk einmitt Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir myndband sitt við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfur Úlfur. Í myndbandinu má sjá vaxmyndir sem eiga sér langa sögu en eru nú í geymslu í Kópavogi. „Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í vinnslu við myndband,“ segir Logi Pedro Stefánsson, annar meðlima Young Karin, og rifjar upp hvernig tökum var háttað: „Við þurftum að fá sérstakt leyfi til þess að taka upp í geymslunni þar sem stytturnar eru. Starfsmaður frá Þjóðminjasafninu var viðstaddur tökurnar og hjálpaði okkur að stilla styttunum upp því enginn mátti snerta þær nema hann. Stytturnar eru margar í ansi slæmu ásigkomulagi.“Hér sést Karin Sveinsdóttir horfa á forláta vaxmyndastyttu.Fáir vita af styttunum Stytturnar voru til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969 en vaxmyndasafnið var stofnað á sínum tíma af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni. Hann gaf safnið í minningu sonar síns, Óskars Theódórs, sem lést á sjó fyrir aldur fram. Í safninu eru mörg stórmenni sögunnar, bæði innlend og erlend. Þar á meðal Napóleon, William Shakespeare og hinn alræmdi Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Stytturnar gera mikið fyrir myndbandið. Þær veita ákveðinn „kontrast“,“ segir Logi. Í myndbandinu má sjá hann og Karin Sveinsdóttur söngkonu inn á milli vaxmyndanna. „Það er sérstakt að sjá Karin innan um alla þessa karlmenn, sýnir feðraveldið í sinni skýrustu mynd,“ bætir Logi við en aðeins er ein vaxmynd af konu; Önnu Borg Reumert leikkonu, sem fæddist árið 1903.Magnús Leifsson leikstjóri kom upp grænum skjá í geymslunni.Tekið upp í sumar Myndbandið var tekið upp í júlí og er því mikil vinna að baki. „Þetta var mjög dýrt verkefni og við erum afar þakklát Landsbankanum sem hjálpaði okkur við vinnsluna.“ Sökum þess að ekki mátti flytja stytturnar þurftu allar tökur að fara fram í geymslu í umsjá Þjóðminjasafnsins. „Við þurftum að setja upp svokallaðan „green-screen“ þarna inni. Vinnslan eftir að tökum var lokið var því ansi löng og ströng, en þetta var algjörlega þess virði. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna.“Lagið heitir Sirens og er af EP plötu Young Karin, n°1.Young Karin fékk um helgina íslensku tónlistarverðlaunin í flokki Nýliðaplötu ársins og fékk sveitin fyrir vikið 750 þúsund krónur sem eru eyrnamerktar í myndbandagerð. „Það skiptir miklu máli að vera með flott myndbönd upp á dreifingu erlendis. Við erum í skýjunum með þessi verðlaun,“ segir Logi. Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15 Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Myndband við lagið Sirens með hljómsveitinni Young Karin verður frumsýnt í dag. Því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, sem um helgina fékk einmitt Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir myndband sitt við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfur Úlfur. Í myndbandinu má sjá vaxmyndir sem eiga sér langa sögu en eru nú í geymslu í Kópavogi. „Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í vinnslu við myndband,“ segir Logi Pedro Stefánsson, annar meðlima Young Karin, og rifjar upp hvernig tökum var háttað: „Við þurftum að fá sérstakt leyfi til þess að taka upp í geymslunni þar sem stytturnar eru. Starfsmaður frá Þjóðminjasafninu var viðstaddur tökurnar og hjálpaði okkur að stilla styttunum upp því enginn mátti snerta þær nema hann. Stytturnar eru margar í ansi slæmu ásigkomulagi.“Hér sést Karin Sveinsdóttir horfa á forláta vaxmyndastyttu.Fáir vita af styttunum Stytturnar voru til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969 en vaxmyndasafnið var stofnað á sínum tíma af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni. Hann gaf safnið í minningu sonar síns, Óskars Theódórs, sem lést á sjó fyrir aldur fram. Í safninu eru mörg stórmenni sögunnar, bæði innlend og erlend. Þar á meðal Napóleon, William Shakespeare og hinn alræmdi Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Stytturnar gera mikið fyrir myndbandið. Þær veita ákveðinn „kontrast“,“ segir Logi. Í myndbandinu má sjá hann og Karin Sveinsdóttur söngkonu inn á milli vaxmyndanna. „Það er sérstakt að sjá Karin innan um alla þessa karlmenn, sýnir feðraveldið í sinni skýrustu mynd,“ bætir Logi við en aðeins er ein vaxmynd af konu; Önnu Borg Reumert leikkonu, sem fæddist árið 1903.Magnús Leifsson leikstjóri kom upp grænum skjá í geymslunni.Tekið upp í sumar Myndbandið var tekið upp í júlí og er því mikil vinna að baki. „Þetta var mjög dýrt verkefni og við erum afar þakklát Landsbankanum sem hjálpaði okkur við vinnsluna.“ Sökum þess að ekki mátti flytja stytturnar þurftu allar tökur að fara fram í geymslu í umsjá Þjóðminjasafnsins. „Við þurftum að setja upp svokallaðan „green-screen“ þarna inni. Vinnslan eftir að tökum var lokið var því ansi löng og ströng, en þetta var algjörlega þess virði. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna.“Lagið heitir Sirens og er af EP plötu Young Karin, n°1.Young Karin fékk um helgina íslensku tónlistarverðlaunin í flokki Nýliðaplötu ársins og fékk sveitin fyrir vikið 750 þúsund krónur sem eru eyrnamerktar í myndbandagerð. „Það skiptir miklu máli að vera með flott myndbönd upp á dreifingu erlendis. Við erum í skýjunum með þessi verðlaun,“ segir Logi.
Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15 Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30
Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15
Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00
Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51