Endurkoma Toy Machine tileinkuð stórhuga sjómanni Guðrún Ansnes skrifar 23. febrúar 2015 09:00 Baldvin Z, leikstjóri og trommari vísir/vilhelm Rokksveitarinnar Toy Machine, sem gerði garðinn frægan fyrir tæpum einum og hálfum áratug, ætlar að snúa aftur. Markmið meðlima sveitarinnar er að heiðra minningu sjómannsins Guðmundar Cesars Magnússonar, sem dó hetjudauða við að bjarga lífi tengdarsonar síns árið 2009. Meðlimir Toy Machine vilja segja frá aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi og segja hann hafa fengið hugmyndina að hinni vinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. „Nú er kominn tími á að ljúka einhverju sem við byrjuðum á,“ segir Baldvin Z, leikstjóri og trommuleikari sveitarinnar, sem legið hefur í dvala undanfarin þrettán ár. „Endurkoman er til að segja sögu sem hefur verið ósögð alltof lengi. Ætlum að segja ósögðustu sögu íslenskrar tónlistarsögu á tónleikunum. Við viljum skerpa á aðkomu Cesars heitins að málinu,“ segir Baldvin. Neðanjarðarharðkjarnahljómsveitina skipa þeir Jenni í Brain Police, Atli Hergilsson (Atli leðja) og Kristján Örnólfsson auk Baldvins Z. Árni Elliot sem einnig var meðlimur bandsins er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Stendur Baldvin á því fastar en fótunum að Guðmundur Cesar Magnússon eigi hugmyndina að hátíðinni. Hún hafi upphaflega fengið byr undir báða vængi á Sjallanum á Akureyri fyrir um fimmtán árum. „Við héldum smá tónleikaveislu á Sjallanum fyrir nokkra útlendinga sem boðið var til landsins að hlusta á íslensk bönd og þar gerðist eitthvað,“ segir Baldvin. Útvarpskempan Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, tekur undir með Baldvini og segir Guðmund Cesar hafa verið stórhuga mann sem skyndilega fékk áhuga á að flytja íslenska tónlist út. „Hann stóð á fimmtugu þegar hann fór að sjá fyrir sér að fá útlendinga til landsins og þannig flytja út böndin. Hann bar þetta upp við Magnús Stephensen, þáverandi markaðsstjóra Icelandair, sem tók vel í það og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“ segir Óli Palli. „Við verðum að muna eftir þessum hetjum og halda minningunni á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar hefði ekki komið með þessa hugmynd?“ segir Óli Palli og bendir hér á gríðarlega veigamikið hlutverk Iceland Airwaves í uppgangi íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. „Október var steindauður í ferðamannadagatalinu hér á landi í kringum 1999. Nú er það þrautin þyngri að ná herbergi í Reykjavík á þessum tíma“, segir Óli Palli og bendir þannig á veigamikil áhrif Iceland Airwaves á ferðamennsku og íslenskt tónlistarlíf. Tengdar fréttir Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29 Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00 Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Rokksveitarinnar Toy Machine, sem gerði garðinn frægan fyrir tæpum einum og hálfum áratug, ætlar að snúa aftur. Markmið meðlima sveitarinnar er að heiðra minningu sjómannsins Guðmundar Cesars Magnússonar, sem dó hetjudauða við að bjarga lífi tengdarsonar síns árið 2009. Meðlimir Toy Machine vilja segja frá aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi og segja hann hafa fengið hugmyndina að hinni vinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. „Nú er kominn tími á að ljúka einhverju sem við byrjuðum á,“ segir Baldvin Z, leikstjóri og trommuleikari sveitarinnar, sem legið hefur í dvala undanfarin þrettán ár. „Endurkoman er til að segja sögu sem hefur verið ósögð alltof lengi. Ætlum að segja ósögðustu sögu íslenskrar tónlistarsögu á tónleikunum. Við viljum skerpa á aðkomu Cesars heitins að málinu,“ segir Baldvin. Neðanjarðarharðkjarnahljómsveitina skipa þeir Jenni í Brain Police, Atli Hergilsson (Atli leðja) og Kristján Örnólfsson auk Baldvins Z. Árni Elliot sem einnig var meðlimur bandsins er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Stendur Baldvin á því fastar en fótunum að Guðmundur Cesar Magnússon eigi hugmyndina að hátíðinni. Hún hafi upphaflega fengið byr undir báða vængi á Sjallanum á Akureyri fyrir um fimmtán árum. „Við héldum smá tónleikaveislu á Sjallanum fyrir nokkra útlendinga sem boðið var til landsins að hlusta á íslensk bönd og þar gerðist eitthvað,“ segir Baldvin. Útvarpskempan Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, tekur undir með Baldvini og segir Guðmund Cesar hafa verið stórhuga mann sem skyndilega fékk áhuga á að flytja íslenska tónlist út. „Hann stóð á fimmtugu þegar hann fór að sjá fyrir sér að fá útlendinga til landsins og þannig flytja út böndin. Hann bar þetta upp við Magnús Stephensen, þáverandi markaðsstjóra Icelandair, sem tók vel í það og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“ segir Óli Palli. „Við verðum að muna eftir þessum hetjum og halda minningunni á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar hefði ekki komið með þessa hugmynd?“ segir Óli Palli og bendir hér á gríðarlega veigamikið hlutverk Iceland Airwaves í uppgangi íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. „Október var steindauður í ferðamannadagatalinu hér á landi í kringum 1999. Nú er það þrautin þyngri að ná herbergi í Reykjavík á þessum tíma“, segir Óli Palli og bendir þannig á veigamikil áhrif Iceland Airwaves á ferðamennsku og íslenskt tónlistarlíf.
Tengdar fréttir Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29 Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00 Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29
Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00
Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00