Glænýtt „cold-wave synthapopp“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:30 Antimony kemur fram í fyrsta skipti í kvöld. vísir/ernir Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Tónlist Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.
Tónlist Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira