Innlent

Vara við því að óverðtryggð lán geti hækkað

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hjá Sáttasemjara. Frá samningafundi lækna og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í október.
Hjá Sáttasemjara. Frá samningafundi lækna og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í október. Fréttablaðið/Pjetur
Vaxtakostnaður óverðtryggðs láns myndi aukast um 30 þúsund krónur á mánuði hækki almenn laun til jafns við nýsamþykktar launahækkanir lækna. Þetta kemur fram í umfjöllun og útreikningum efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær.

Í greiningu efnahagssviðsins er bent á að horfa þurfi til fleiri þátta en að verðbólga geti aukist verði launahækkanir meiri en atvinnulífið fái staðið undir. Þannig hafi Seðlabankinn sýnt að hann bregðist hratt við verðbólgu með hækkun vaxta.

„Landsmenn eru ekki einungis launþegar, þeir eru einnig skuldarar, neytendur og atvinnurekendur,“ segir í umfjöllun SA og bent á að aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hafi gert þau viðkvæmari fyrir vaxtabreytingum og þannig aukið áhrifamátt peningastefnunnar.

„Sú lækkun greiðslubyrði sem af „Leiðréttingunni“ hlaust væri til að mynda fljót að ganga til baka hjá mörgum lántakendum við miklar vaxtahækkanir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×