Innlent

Innflytjendaráð auglýsir styrki til innflytjendamála

ingvar haraldsson skrifar
Frá fjölmenningardegi í Reykjavík.
Frá fjölmenningardegi í Reykjavík. vísir/anton
Innflytjendaráð auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni sem auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags, segir í tilkynningu.

Sjóðurinn hefur um tíu milljónir til ráðstöfunar en styrkir geta numið 75 prósentum af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×